Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2012 05:17

Norðurál dæmt skaðabótaskylt vegna vinnuslyss

Hæstiréttur dæmdi í dag Norðurál á Grundartanga ehf. skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem starfsmaður fyrirtækisins varð fyrir í vinnuslysi sem varð í verksmiðjunni 21. september 2005. Fyrrum starfsmaður Norðuráls og áfrýjandinn í málinu, Þórarinn Björn Steinsson, gerði þá kröfu að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda og vinnuveitandaábyrgð Norðuráls á þeim bakmeiðslum sem hann varð fyrir í kerfóðrunardeild fyrirtækisins þennan umrædda dag. Þórarinn Björn hafði umræddan dag komið samstarfskonu sinni til hjálpar eftir að 620 kílóa bakskautsklemma hafði fallið á fætur hennar. Með þessum dómi nú snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. júlí 2011 sem hafði sýknað bæði Norðurál og Sjóvá Almennar, tryggingafélag fyrirtæksins, af kröfu Þórarins Björn um slysabætur og skaðabótaábyrgð.

 

 

 

Málsatvik voru í stuttu máli þau að maðurinn, ásamt vinnufélaga sínum, hlupu til og saman lyftu þeir öðrum enda bakskautsklemmunnar ofan af fótum konunnar þannig að hún losnaði. Við það tognaði Þórarinn Björn í baki og hlaut varanlegt mein af. Í niðurstöðu dóms héraðsdóms, sem Hæstiréttur sneri nú við, sagði að ekki yrði fallist á að það hafi verið í eðlilegum tengslum við starf mannsins hjá Norðuráli að aðstoða konuna. Ósannað væri að maðurinn hafi brugðist við samkvæmt fyrirmælum verkstjóra eða hópstjóra og lægi því ekki annað fyrir en að hann hafi sjálfur tekið þá ákvörðun að bregðast við og hjálpa samstarfskonu sinni. Þá hefði hann ekki sýnt fram á að Norðurál sem vinnuveitandi bæri ábyrgð á tjóninu og ekki heldur sýnt fram á að hann hafi þurft að bregðast við vegna þess að hagsmunir Norðuráls væru í húfi. Var Norðurál því sýknað af bótakröfunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí sl.

 

Hæstiréttur komst hins vegar nú að þeirri niðurstöðu að Norðurál bæri vinnuveitandaábyrgð á mistökum sem orðið hefðu hjá stjórnanda kranans við verkið, en kraninn átti að lyfta bakskautsklemmunni, en kranamanni orðið á ákveðin mistök. Teldist tjón starfsmannsins til bótaskyldra afleiðinga af þeirri háttsemi meðal annars þar sem gera mætti ráð fyrir því að starfsmenn kæmu samstarfsmönnum, sem yrðu fyrir slysum, til hjálpar eftir föngum, ekki síst til að aflétta hættu sem að viðkomandi steðjaði. Viðbrögð starfsmannsins og starfsfélaga hans hefðu verið til þess fallin að draga úr tjóni samstarfskonu þeirra og hefðu þau að því leyti verið í þágu hagsmuna Norðuráls sem vinnuveitanda konunnar.

 

Norðuráli var gert að greiða áfrýjanda samtals 1.200.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Málskostnaður gagnvart Sjóvá-Almennum tryggingum hf., tryggingafélagi Norðuráls, var felldur niður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is