Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2012 09:01

Nýtt orgel vígt í Stykkishólmskirkju á sunnudaginn

Sunnudaginn 22. janúar verður nýtt pípuorgel frá orgelsmiðju Klais í Bonn vígt við messu í Stykkishólmskirkju. Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson og vígslubiskupinn á Hólum Hr. Jón Þorsteinsson verða viðstaddir vígsluna og mun biskup prédika. Einnig er von á Philipp Klais og Stefan Hilgendorf frá Klais orgelsmiðjunni í Þýskalandi. Frumflutt verður ný útsetning á verki eftir Hólmarann Hreiðar Inga Þorsteinsson tónskáld „Jómfrú Mariae dans“ fyrir sópran, barítón, barnakór, blandaðan kór og orgel undir stjórn tónskáldsins. Á orgeltónleikunum munu að auki þrír organistar flytja orgelverk, en þeir hafa allir með einum eða öðrum hætti komið að því að móta og velja hljóðfærið. Þetta eru þeir László Petö kórstjóri og organisti Stykkishólmskirkju, Tómas Guðni Eggertsson fyrrverandi organisti í Stykkishólmskirkju og Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju sem sat í orgelnefnd Þjóðkirkjunnar þegar undirbúningur hófst. Hörður Áskelsson mun einnig fjalla um orgelið á tónleikunum.

 

 

 

Að lokinni messu býður bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til kaffiveitinga og að þeim loknum hefjast orgeltónleikar.

Upphaf söfnunar fyrir orgeli má rekja til ársins 2005 þegar haldnir voru minningartónleikar um Sigrúnu Jónsdóttur fyrrum organista og kórstjóra við Stykkishólmskirkju þar sem landsþekktir listamenn komu fram auk heimamanna. Endanleg ákvörðun um orgelkaup var tekin árið 2007 og samningar við Klais gerðir vorið 2008. Hrunið kom illa við orgelsjóðinn þar sem gengi evrunnar snarbreyttist til hins verra fyrir söfnunina. Það fór þó svo að ákveðið var að taka höndum saman við að ljúka verkefninu og í upphafi árs 2011 hófst lokaáfangi söfnunarinnar og lauk henni nú í janúar 2012.

 

Nýja orgelið er 22 radda og um 1220 pípur eru í því. Stefnt er enn fjölbreyttara tónlistar- og menningarstarfi í tengslum við nýja orgelið og stofnun listvinafélagsins.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is