Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2012 02:34

Síldargangan í Kolgrafafirði er ævintýri líkust

„Það var sannkölluð síldarhleðsla á bátnum þennan dag þvi við fengum 6,3 tonn í lagnetin innan við brúna yfir Kolgrafafjörð,“ segir Páll Aðalsteinsson, skipstjóri og útgerðarmaður smábátsins Önnu Karínar frá Stykkishólmi en á þriðjudaginn gerði hann góða ferð í Kolgrafafjörð. „Þetta er ævintýri líkast þessi síldarganga þarna inn fyrir brúna. Við eru bara með sex net, þrjú í hvorri trossu og drögum þau til skiptis. Það var erfitt að ná þessu inn þegar svona mikið er í, sérstaklega síðustu trossunni sem var búin að liggja svolítið lengi því svo mikið var í þeirri næstu á undan.  Líklega hafa verið tvö tonn í þessari trossu. Við drögum netin það oft þennan dag að það samsvaraði 24 netum. Það er langt í færunum á endabaujunum svo þær sökkvi ekki, en belgirnir, sem eiga að halda netunum uppi á milli þeirra, sukku vegna þyngslanna.“

Páll segist hafa farið undir brúna um klukkan níu um morguninn og þeir hefðu verið að til klukkan fimm síðdegis. „Það er minnkandi straumur og því erfiðara að komast undir brúna. Við fórum inn á aðfalli og vorum fyrir innan yfir flóðið og því ekkert annað að gera enn leggja netin og draga aftur og aftur meðan flóðið var því þá komumst við ekki til baka. Ég er að vísu búinn að setja lamir á loftnetsmöstrin þannig að ég get fellt þau niður og þarf því minna pláss til að komast undir. Þetta var eini róðurinn þessa vikunni því við fáum bara fimm tonn á viku. Að vísu á ég ég tvo báta og er með síldarleyfi á hinn líka og mátti færa helminginn af honum yfir á Önnu Karínu þannig að mér er ekki refsað fyrir að fara yfir fimm tonna skammtinn í vikunni. Ég vona bara að það gefi vel á næstunni svo við komumst þarna inn til að ná í meira. Auðvitað væri best að kvótinn yrði aukinn því þarna er gífurlega mikið af síld.“

Þrjátíu og fimm metra dýpi er þar sem dýpst er í Kolgrafafirði innan brúar en Páll segist vera að leggja netin á 20-30 metra dýpi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is