Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2012 09:01

Atvinnuleysi jókst á landinu milli mánaða

Atvinnuleysi á Vesturlandi í desembermánuði var 3,8% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði og jókst um 0,1 prósentustig frá mánuðinum á undan, var þá 3,7%. Á Vesturlandi voru 293 án vinnu í desember, níu fleiri en mánuðinn á undan. Í desember fyrir ári voru 380 án vinnu á Vesturlandi. Þá var atvinnuleysið 5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði.  Skráð atvinnuleysi í desember 2011 var 7,3% á landinu öllu, 0,2 prósentustigi hærra en í nóvember. Að meðaltali voru 11.760 atvinnulausir og fjölgaði atvinnulausum um 412 frá nóvember eða um 0,2 prósentustig. Körlum á atvinnuleysisskrá fjölgaði um 345 að meðaltali og konum um 67. Atvinnulausum fjölgaði um 153 á höfuðborgarsvæðinu en um 259 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 8% á höfuðborgarsvæðinu og jókst úr 7,9% frá nóvember. Á landsbyggðinni jókst atvinnuleysið meira, úr 5,7 í 6,1%. Mest var það á Suðurnesjum 12,8%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,9%. Atvinnuleysið var 7,2% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.

 

 

 

 

Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir atvinnuástandið í desember. Þar segir að atvinnuleysi hafi undanfarin ár aukist nokkuð milli desember og janúar vegna árstíðarsveiflu. Í ár er hins vegar gert ráð fyrir að atvinnuleysi breytist lítið milli desember og janúar. Það sé einkum þrennt sem skýri það: Í fyrsta lagi hefur árstíðabundin aukning atvinnuleysis nú á haustmánuðum verið minni en fyrir ári og er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram fram á veturinn. Í öðru lagi muni þátttakendur í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur,“ sem voru yfir 900 og stunduðu nám nú á haustmisseri, flestir halda áfram námi nú á vormisseri og fara því af atvinnuleysisskrá um áramót. Í þriðja lagi rann út nú um áramót bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall, sem gerði það að verkum að nálægt þúsund manns sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur samhliða hlutastarfi voru afskráðir í desemberlok 2011.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is