Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2012 12:15

Auðvelt hjá Snæfellskonum í bikarnum

Snæfellskonur gerðu góða ferð í Dalhús í Grafarvogi í gær þegar þær unnu Fjölni næsta auðveldlega í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins, 90:45, og er komnar í undanúrslit.  Hólmarar mættu með látum í Grafarvoginn og leiddu 15:28 að loknum fyrsta leikhluta. Lengi vel héldu yfirburðirnir áfram í öðrum leikhluta, eða þar til í stöðunni 19:40. Fjölniskonur tóku þá loks við sér og minnkuðu muninn í 33:42 með 14:2 áhlaupi. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari brá þá á það ráð að beita svæðisvörn og hún var til hins betra. Alda Leif Jónsdóttir naut sín sem klóki leikmaðurinn og komst í þrígang í hraðaupphlaup. Fjölniskonur höfðu ellefu stiga forskot í hálfleik 47:36.

 

 

 

 

Yfirburðir Snæfellskvenna voru algjörir í þriðja leikhluta og lögðu þær þá grunninn að stórsigri. Staðan fyrir lokakaflann var 69:40. Fjórði og síðasti leikhluti var því aldrei spennandi og Fjölnir skoraði aðeins níu stig í öllum seinni hálfleiknum, sem gefur vísbendingar um feikna sterkan varnarleik gestanna.

 

Kieraah Marlow gerði 32 stig og tók 14 fráköst í liði Snæfells, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 19 stig, tók 9 fráköstum og átti 4 stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir gerði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði 8 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 7 og tók 7 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði ekki en tók 7 fráköst. Hjá Fjölni var Brittney Jones í sérflokki með 30 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

Liðsstyrkur fyrir lokaátökin

Snæfellskonum hefur svo bæst liðstyrktur fyrir lokaátökin bæði í bikar og deild. Þær hafa fengið til sín annan bandarískan leikmann. Það er Jordan Murphree, fædd 1987 og er frá Dallas í Texas. Hún lék með Texas Tech háskólanum við mjög góðan orðstír. Spilaði í fyrra með Phanathanikos og var þar með 9,6 stig, 5,5 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Nú fyrir áramót varð hún meistari í Puerto Rico með 9,7 stig, 5,8 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is