Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2012 10:01

Sláturfélag Suðurlands fagnar enn einu stórafmælinu

Sláturfélag Suðurlands, eitt elsta starfandi fyrirtæki í landinu, verður 105 ára næstkomandi laugardag. Margt hefur breyst frá stofnun SS sem upphaflega var stofnað sem samvinnufélag framleiðenda og hefur alla tíð verið rekið sem slíkt og er að því leyti ólíkt mörgum öðrum samvinnufélögum sem voru blönduð félög.  Sláturfélagið var stofnað upp úr neyð en fyrir stofnun þess var lítið skipulag á slátrun. Bændur á Suðurlandi ráku fé sitt á fæti til höfuðborgarinnar til að selja það kjötkaupmönnum sem gátu sett bændum afarkosti. Það sem ekki seldist þann daginn var rekið út fyrir bæinn á beit og svo aftur til bæjarins að morgni. Dæmi voru um að bændum tækist alls ekki að selja kindur sínar og yrðu að reka þær heim aftur síðla hausts.

Slátrun fór mest fram undir beru lofti af ólærðum mönnum.

Með tilkomu Sláturfélagsins breyttust aðstæður mjög hratt. Félagið byggði öflugt og fullkomið sláturhús strax á fyrsta ári og réð fagmenn til slátrunar og verkunar. Söltun var aðal geymsluaðferðin og mikið var flutt út af söltuðu lambakjöti. Íslenskt saltkjöt hafði mjög slæma gæðaímynd erlendis og eitt fyrsta verk Sláturfélagsins var að kynna nýja og bætta verkun.”

 

Í fréttatilkynningu frá SS segir að í dag sé rekstur fyrirtækisins hnitmiðaður. Félagið starfi á heildsölustigi og framleiði og versli með matvörur og vörur tengdar matvörum. SS, ásamt dótturfélaginu Reykjagarði, er stærsti vinnuveitandi á Suðurlandi með samtals yfir 400 ársverk. Rekstur SS er á þremur stöðum. Höfuðstöðvar eru á Fosshálsi, sláturstöð er á Selfossi og matvælaiðnaður á Hvolsvelli. Ársvelta samstæðunnar er tæpir 9 milljarðar króna. Á afmælisdeginum verður heimsíða félagsins endurnýjuð en hún hefur verið hönnuð upp á nýtt til að vera þjónustu- og markaðstæki fyrir framleiðendur og neytendur. “Félagið er á spennandi tímamótum. Fjárhagsstaða þess er mjög traust. Markaðsstaðan er mjög góð og framundan eru spennandi verkefni í aukinni uppbyggingu innanlands og erlendis,” segir Steinþór Skúlason forstjóri SS í tilefni afmælisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is