Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2012 02:01

Breytingar á eignarhaldi áfengisframleiðslu í Borgarnesi

Fyrir áramótin síðustu seldi Ölgerðin dótturfyrirtæki sitt Catco vín ehf. sem hefur frá 1999 séð um framleiðslu á sterku áfengi í Borgarnesi, upphaflega fyrir Ölgerðina sjálfa á íslenskum tegundum eins og Brennivíni, Tindavodka, Eldurís, Opal og Tópas vodkaskotum auk fleiri tegunda. Catco vín hefur einnig séð um framleiðslu á Reyka vodka fyrir skoska viskífyrirtækið William Grant & Sons og framleitt Martin Millers gin fyrir breska fyrirtækið Reformed Spirit Company auk framleiðslu fyrir nokkra smærri aðila. Bæði Reyka vodki og Martin Millers ginið hafa hlotið virt verðlaun á alþjóðavísu.  Nýir aðaleigendur Catco eru Magnús Arnar Arngrímsson og fjölskylda auka nokkurra erlendra fjárfesta. Meðal þeirra er Malcolm Walker forstjóri matvörukeðjunnar Iceland Foods og fjárfestir í Bretlandi.

Breytingar á rekstrarfyrirkomulagi

Framleiðsla Catco víns hefur öll farið fram í Borgarnesi að Vallarási 3 en það er fyrirtækið Víngerðin ehf. sem hefur séð um framleiðsluna fyrir Catco í verktöku. Hjá Víngerðinni sem er í eigu Kristmars Ólafssonar hafa starfað á bilinu 5-8 manns í senn. Nýir eigendur Catco víns hafa boðað breytingar á því rekstrarfyrirkomulagi því sem tíðkast hefur undanfarin áratug. Hyggjast nýir eigendur taka átöppun beint undir Catco og ætla því ekki að endurnýja núgildandi framleiðslusamninga við Víngerðina ehf. sem renna út um mitt sumar. Samkvæmt þessu mun því Víngerðin ehf. hætta allri átöppun fyrir Catco sem fyrirtækið hefur stundað frá stofnun árið 2000 og óvíst er hverjir af núverandi starfsmönnum halda áfram starfi að sögn Kristmars. „Í það minnsta hafa nýir eigendur ekki sýnt raunverulegan áhuga á að nýta mína starfskrafta áfram þrátt fyrir yfirlýsingar þar um.“

 

Engir flutningar á döfinni

Að sögn Magnúsar Arngrímssonar, nýs aðaleiganda Catco víns, mun átöppun halda áfram í Borgarnesi. Fyrirtækið hefur leigusamning til næstu 14 ára að Vallarási og er því ekki á förum. „Enginn flutningur verður á framleiðslunni. Við stefnum á að halda því góða fólki sem unnið hefur að framleiðslu í Borgarnesi enda mikil og góð reynsla sem býr með því,“ segir Magnús og bætti því við að stefna nýrra eigenda sé sú að byggja upp gott og skemmtilegt fyrirtæki. Aðspurður um framtíðarsýn nýrra eigenda tjáði Magnús Skessuhorni að litið verður til frekari tækifæra í framleiðslu á áfengistegundum enda sé jarðvegurinn einkar frjór þar sem margar bruggsmiðjur hafi komist að þeirri niðurstöðu á liðnum árum að íslenskt vatn þykir einkar hentugt til framleiðslu á áfengi og öðrum drykkjum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is