Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2012 12:01

Vorönn að hefjast hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Nú er að hefjast ný önn hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Að vanda eru fjölbreytt námskeið í boði, allt frá tölvum, matargerð og tungumálum til starfstengdra námskeiða. Nýjungar setja mikinn svip á komandi önn. Í byrjun ársins var nýjum Stóriðjuskóla hleypt af stokkunum á Grundartanga sem Símenntunarmiðstöðins stendur að í samstarfi við Norðurál og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Góð aðsókn er að skólanum sem er rekinn á grundvelli viðurkenndrar námsskrár mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Er kennt í tveimur 16 manna hópum. ,,Þetta er stærsta verkefni sem Símenntunarmiðstöðin hefur farið í og lofar þetta góðu,“ sagði Inga Dóra Halldórsdóttir í samtali við Skessuhorn. „Við hjá Símenntun erum einnig í fyrsta skipti að kenna grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk, en starfsfólk HB-Granda á Akranesi sækir það núna og síðan erum við að skipuleggja sambærilegt námskeið á Snæfellsnesi.“ Bæði Stóriðjuskólinn og grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk eru byggð á námskrám sem gefnar eru út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Í önnur námskeið gengur skráning að sögn Ingu mjög vel. ,,Straumurinn í tómstundarnámskeiðum virðist liggja nú í handverks- og tónlistarnamskeið – þá einkum á gítarnámskeið. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt námskeið fyrir fatlaða um allt Vesturland, en Símenntunarmiðstöðin er með samstarfssamning við Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð fyrir fatlaða. Við erum einnig í góðu samstarfi við Vinnumálastofnun og bjóðum upp á fjölbreytt námstækifæri, bæði verkleg og bókleg. Þá hefur verið mikil sókn í náms- og starfsráðgjöf sem miðstöðin veitir ókeypis og er biðlistinn langur,” bætir Inga við að lokum.

 

Allar upplýsingar um námsskeið sem Símenntunarmiðstöðin býður upp má lesa um á heimasíðu miðstöðvarinnar á www.simenntun.is og í nýjum námsvísi, rauðum að lit, sem dreift hefur verið í hús á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is