Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2012 10:01

Hættur í skipsstjórnuninni en herðir nú fisk og sinnir hestunum

Valentínus Guðnason hafði verið skipstjóri á stóru bátunum í Stykkishólmi í áratugi þegar hann ákvað fyrir þremur árum að fara í land. Hann stofnaði þá harðfiskverkun undir nafninu Friðborg ehf. og allt frá upphafi hefur harðfiskurinn frá Valentínusi í Hólminum þótt mjög góður og nýtur hann nú mikilla vinsælda. Valentínus hefur þó ekki sagt skilið við sjómennskuna því hann á lítinn bát sem hann gerir út á grásleppu á vorin og skreppur svo á skak öðru hvoru sér til skemmtunar. Þetta er Sómabátur og synir hans hafa róið með honum á grásleppu.

Hráefnið í harðfiskinn kaupir Valentínus á mörkuðum og það kemur oftast af Snæfellsnesi og frá Akranesi. Harðfiskinn selur hann svo í verslunum á Snæfellsnesi og tveimur fiskbúðum í Reykjavík. Hlustendur RÚV hafa eflaust tekið eftir auglýsingnum frá Fiskikónginum á Sogavegi í Reykjavík sem auglýsir reglulega harðfiskinn frá Stykkishólmi. Valentínus handflakar fiskinn og roðflettir í vél en á síðasta ári flakaði hann 33 tonn af fiski upp úr sjó.

 

 

Sjá nánar viðtal við Valentínus í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is