Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2012 08:01

Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður í byrjun mars

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í Grundarfirði í fimmta skipti dagana 2.-4. mars næstkomandi. Yfir 160 stuttmyndir bárust hátíðinni í ár en 49 myndir þeirra voru valdar til sýningar. Að sögn Daggar Mósesdóttur skipuleggjanda hátíðarinnar munu 39 af þessum myndum keppa í verðlaunaflokknum “Alþjóðlegar stuttmyndir” og tíu í verðlaunaflokknum “Íslenskar stuttmyndir”.  Dögg segir að mikil gróska hafi verið í íslenskri tónlistarmyndbandagerð á síðasta ári en Gogoyoko hefur valið úr 20 myndbönd sem keppa til verðlauna á hátíðinni í ár. Í dómnefnd sitja þær Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, Elísabet Rónaldsdóttir klippari og franska kvikmyndatökukonan Isabelle Razavets.

Isabell er sérstakur heiðursgestur í ár og verður með „masterklass“ um kvikmyndatöku á hátíðinni. Hún hefur unnið mikið að gerð heimildamynda t.a.m. tók hún heimildamyndina Murder on a Sunday Morning sem vann Óskarsverðlaun 2001 sem besta heimildamyndin.

 

Koma Isabelle á vel við því í fyrsta skipti í sögu Northern Wave verður boðið upp á dagskrá heimildamynda en einnig sérstaka dagskrá kvikra (teiknimynda) mynda ætluð börnum. Kinoklúbburinn verður með námskeið í stuttmyndagerð þar sem þátttakendur gera stuttmynd á einum degi á Súper-8 vélar. Þau læra að framkalla filmuna á staðnum og afraksturinn verður svo sýndur á lokadegi hátíðarinnar og besta myndin verðlaunuð. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Northern Wave eða á facebook síðu hátíðarinnar.

 

Boðið verður upp á ball og tónleika og hina vinsælu fiskisúpukeppni eins og undanfarin ár. Fiskisúpukeppnin verður þó með nýju sniði í ár þar sem keppnin mun ekki aðeins miðast við fiskisúpur heldur fiskrétti af öllu tagi. Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran dæmir í keppninni og vegleg verðlaun verða í boði. Á hátíðinni verða þrenn peningaverðlaun í boði.

 

Besta alþjóðlega stuttmyndin (80.000 krónur), besta íslenska stuttmyndin (80.000 krónur) og besta íslenska tónlistarmyndbandið (40.000 krónur + premium áskrift í ár á gogogyoko.com og 50 evra inneign).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is