Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2012 03:37

Krakkarnir moka fyrir gamla fólkið

Mikið stendur til hjá nemendum 7. bekkjar í Grundaskóla á Akranesi þessa dagana. Þeir eru að afla sér farareyris til dvalar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði og í næstu viku byrjar þemavika í skólanum. Leitað var til Norðuráls með stuðning við akstur barnanna í skólabúðirnar. Brugðust forráðamenn fyrirtækisins vel við en fóru fram á að krakkarnir inntu af hendi samfélagsverkefni. Þau völdu að bjóðast til að moka fyrir eldri borgara sem búa í íbúðahverfinu á Höfðagrund, skammt frá dvalarheimilinu Höfða. Þegar krakkarnir komu á Höfðagrundina í dag með skóflurnar og buðust til að moka var því vel tekið af íbúunum. Umsjónarkennarar sem voru með í för sögðu að þetta gengi bara vel og myndi ganga ennþá betur þegar búið væri að útvega skóflur til viðbótar, en ekki bar á öðru en vinnufúsar hendur væru þarna að störfum. Þemavikan, sem hefst í Grundaskóla í næstu viku, verður að þessu sinni helguð 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is