Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2012 06:44

Öryggi aukið í móttöku eldsneytis til birgðastöðva í Hvalfirði

Þessar vikurnar standa yfir miklar framkvæmdir við olíubirgðastöðvar Olíudreifingar og Skeljungs í Hvalfirði. Að sögn Harðar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Olíudreifingar miða þær að því að auka enn frekar öryggi við móttöku eldsneytis til birgðastöðvanna ásamt því að hugað er frekar að umhverfismálum. Fram til þessa hafa olíuskip yfir 5000 tonn ekki getað lagst við bryggju í Hvalfirði þegar landað hefur verið í olíubirgðastöðina á Litla-Sandi. Þess í stað hafa þau verið bundin við festar skammt undan bryggju Hvals og Olíudreifingar og hefur dæling úr þeim farið fram um barka til lands. Af þessum sökum hafa verið í gildi strangar reglur um veðurfarsleg skilyrði við lestun og losun á olíu til birgðastöðvar Olíudreifingar í Hvalfirði, sem leitt hefur til tafa við afgreiðslu olíuskipa. Nú er skammt í að skipin geti lagst að bryggju í Hvalfirðinum við Natobryggjuna og mun öryggið við það aukast til muna, að sögn Harðar.

 

 

 

Skömmu eftir áramótin var byrjað á lagnakerfi frá Notobryggjunni gömlu upp að birgðatönkunum við Litla-Sand, alls um 1100 metra leið, auk þess sem lagnir til gufusöfnunar verður komið fyrir milli birgðastöðvanna, þannig að nú verða báðar birgðastöðvarnar tengdar búnaði til að safna og þétta gufur s.s. úr bensínförmum.

 

Hörður segir þetta mikla framkvæmd, margar samsetningar séu á lögninni sem er úr plasti. Að samsuðu lokinni er lögnin grafin allt niður á 3-4 metra með varanlegum frágangi. Af því loknu er lögnin þrýstiprófuð en það verkefni eitt og sér getur verið vandasamt, að sögn Harðar, við veðurskilyrði sem eru á Íslandi á þorranum. Hörður segir að líklega verði framkvæmdir komnar það langt um miðjan febrúar að unnt verði að taka fyrsta skipið upp að bryggju þá, en þær muni þó standa fram í mars, jafnvel til loka mánaðarins. Áætlað er að framkvæmdirnar kosti um 100 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is