Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2012 11:01

Starfshópur skipaður um framtíð Gufuskála

„Við erum nú ekki að hætta starfseminni á Gufuskálum í dag eða á morgun. Við erum búin að skipa starfshóp sem á að rýna í reksturinn þar og hann á að skila áliti til formannafundar sem haldinn verður í maí,“ sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar þegar hann var spurður að því hvort til stæði að loka rústaæfingabúðunum á Gufuskálum.

„Það er hart í ári hjá okkur eins og mörgum öðrum og við þurfum að horfa í hverja krónu. Reksturinn þarna kostar um 20 milljónir króna og til dæmis er bara rafmagnskostnaðurinn um sex milljónir króna. Svo þurfa björgunarsveitirnar líka og spara og eru því farnar að halda æfingar og annað í sinni heimabyggð.

Með hækkandi eldsneytisverði eru menn ekki eins spenntir fyrir að keyra að Gufuskálum. Það kostar nokkuð marga lítra af olíu fyrir flesta björgunarsveitarmenn að fara þangað. En þetta verður bara skoðað ítarlega og ég vonast til að niðurstaðan liggi fyrir í maí og þá hvort hægt verður með einhverju móti að halda rekstri þarna áfram eða hvort við verðum að loka þessu,“ sagði Kristinn Ólafsson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is