Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2012 10:16

Gjöf til Bíóhallarinnar samþykkt í tilefni 70 ára kaupstaðarafmælis

Í gær voru rétt sjötíu ár liðin frá fyrsta bæjarstjórnarfundinum á Akranesi en bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1942. Af því tilefni hélt bæjarstjórn Akraness sérstakan afmælis- og hátíðarfund, fund númer 1140. Fyrrum bæjarstjórum og bæjarfulltrúum var sérstaklega boðið að vera viðstaddir fundinn. Á þessum sjötíu árum hafa 19 bæjarstjórnir setið við völd, en ein þeirra sat aðeins um nokkurra mánaða skeið þar sem ekki náðist að mynda meirihluta og var þá kosið að nýju. Bæjarstjórar þennan tíma hafa verið fjórtán og voru sex þeirra mættir við þetta tilefni. Meðal setutími bæjarstjóra er því rétt fimm ár.

Guðmundur Páll Jónsson stýrði fundinum í forföllum Sveins Kristinssonar forseta bæjarstjórnar. Bar hann upp tillögu um peningagjöf í sjóð til kaupa á endurnýjun sýningarbúnaðar í Bíóhöllina. Var tillagan samþykkt samhljóða og fagnað af fulltrúum allra flokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn.


„Bæjarstjórn Akraness samþykkir í tilefni 70 ára kaupstaðarafmæli Akraneskaupstaðar að veita framlag að fjárhæð 8 milljónir króna í sérstakan sjóð sem stofnaður verður vegna verkefnis um endurnýjun sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar á Akranesi. Áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins er 17-19 milljónir króna. Akraneskaupstaður verður bakhjarl verkefnisins og hefur umsjón með sjóðnum. Til styrktar sjóðnum verði efnt til söfnunarátaks, s.s. styrktartónleika auk þess sem leitað verður stuðnings hjá bæjarbúum og fyrirtækjum.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is