Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2012 12:19

Hjördís Tinna sigraði í söngkeppni Vesturlands

Í gærkvöldi fór fram söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi og var keppt í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi. Keppnin er undankeppni SamFestingsins, hinnar margfrægu söngvakeppni Samtaka félagsmiðstöðva á Ísland (Samfés) þar sem ófáir þekktir söngvarar hafa stigið sín fyrstu spor á sviði. Alls voru 13 söngvarar sem kepptu að þessu sinni og sungu þeir fyrir fullu húsi gesta á öllum aldri. Sigurvegari kvöldsins var Hjördís Tinna Pálmadóttir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi og nemandi í Brekkubæjarskóla. Í öðru sæti varð Borgnesingurinn Hanna Ágústa Olgeirsdóttir en hún var fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Óðals þar í bæ. Þriðja sætið hlutu svo Dalamennirnir Hlöðver Smári Oddsson og Benedikt Smári Finnsson sem voru fulltrúar félagsmiðstöðvar Auðarskóla.

Hjördís Tinna mun nú undirbúa sig fyrir þátttöku í SamFestingnum og verður fulltrúi Vesturlands 2012. Fer keppnin fram í lok febrúar í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is