Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2012 11:51

FSu auðveld bráð Skallagríms

Skallagrímsmenn sigruðu lið FSu frá Selfossi fremur auðveldlega á föstudaginn var í Borgarnesi, 101-83. Þrátt fyrir harða baráttu gestanna á köflum voru Borgnesingar með yfirhöndina allan leikinn. Leikurinn hófst á skotsýningu heimamanna sem léku við hvern sinn fingur gegn lánlausum Sunnlendingum utan þriggja stiga línunnar, en þar léku skyttur Borgnesinga lausum hala. Þar að auki var Darrel Flake afar sterkur í vítateignum hjá Skallagrímsmönnum, tók fráköst og skoraði mikilvægar körfur. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-19 fyrir heimamenn.

 

 

 

 

Í öðrum leikhluta juku Borgnesingar enn forystuna. Öflug vinna Borgarnesliðsins skilaði sér í leikhlutanum þar sem leikmenn skiptust bróðurlega á að skora. Staðan í hálfleik 58-40. Selfyssingar náðu að bæta sinn leik til muna í seinni hálfleik og sáu til þess að forskot Skallagrímsmanna yrði ekki meira. Borgnesingar spiluðu af jafnvægi í hálfleiknum og leyfðu öllum leikmönnum að spreyta sig. Lokatölur urðu 101-83 eins og áður segir.

Af stigaskori og framlagi leikmanna Skallagríms er það að segja að Darrel Flake átti stórleik með þrefalda tvennu – skoraði 24 stig, hrifsaði 19 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þá átti hinn 17 ára Hvanneyringur Davíð Guðmundsson sinn besta leik sinn á ferlinum með meistaraflokki en hann skoraði 23 stig. Þá var Lloyd Harrison traustur að vanda með 17 stig og 10 stoðsendingar, Egill Egilsson með 10 stig og 5 stolna bolta, Hilmar Guðjónsson 8 stig, Davíð Ásgeirsson 6, Birgir Þór Sverrisson 5, Óðinn Guðmundsson 4 og Elfar Már Ólafsson 4.

Skallagrímsmenn sitja sem fastast eftir leikinn í öðru sæti 1. deildar og eru nú með 18. stig.

 

Framundan er stórleikur hjá Borgnesingum er þeir sækja granna sína í ÍA heim næstkomandi föstudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is