Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2012 08:01

Nýtt Landbúnaðarsafn að taka á sig mynd

Framkvæmdir standa nú yfir í Halldórsfjósi – gamla fjósinu á Hvanneyri, sem óðum er verið að umbreyta í húsnæði og sýningarsal Landbúnaðarsafns Íslands. Húsið þjónaði sem skólafjós og rannsóknastöð skólans í áratugi en það var byggt á árunum 1928-1929. Vinna málarar í húsinu um þessar mundir sem óðum er að taka á sig mynd virðulegs safns. Landbúnaðarháskólinn hætti að nota húsið sem skólafjós árið 2004 og árið 2007 var samið um að Landbúnaðarsafnið fengi það til afnota. „Hægt og sígandi hefur verið framkvæmt í húsinu í nokkur ár en það hefur verið stefna stjórnar Landbúnaðarsafnsins að framkvæma einungis þegar fjármagn liggur tryggt fyrir og ekki stofna til skulda,“ segir Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns í samtali við Skessuhorn. Umbreytingin á húsnæðinu er hins vegar komin á góðan rekspöl nú og er stefnt að opna safnið á næstu misserum að sögn Bjarna.

 

 

 

„Við hjá safninu höfum notið stuðnings úr ýmsum áttum svo sem frá Landbúnaðarháskólanum, Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Borgarbyggð og Alþingi. Þá hafa margir einstaklingar lagt hönd á plóg framkvæmda með óeigingjörnu sjálfboðastarfi en það framlag hefur verið afar þýðingarmikið í uppbyggingu safnsins.“ Hefur Bjarni sjálfur fylgt þessu eftir af myndarskap með ritun bókanna ...og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur á undanförnum árum en höfundarlaun bókanna hafa runnið til eflingar Landbúnaðarsafninu.

 

Enn er innanhússhönnun gamla fjóssins á mótunarstigi þar sem þættir á borð við útlit, uppstilling á munum og vélum svo og framsetning á upplýsingum í sýningarými er til skoðunar. Sér Sigríður Sigurþórsdóttir arkitekt frá Einarsnesi um hönnunarvinnu og Björn G. Björnsson um hönnun sögusýningarinnar. Gert er ráð fyrir að Ullarselið verði einnig til húsa í Halldórsfjósi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is