Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2012 09:27

Grundfirðingar mótmæla ónógum póstburði - úr rætist í næstu viku

Bæjarráð Grundarfjarðar mótmælti harðlega á fundi sínum í gær óviðunandi póstútburði í Grundarfirði. Borið hefur á því undanfarið að póstur hefur ekki verið borinn út og fyrir því sagður skortur á bréfberum. Í ályktun bæjarráðs segir að Íslandspóstur geti ekki borið fyrir sig að fólk fáist ekki til starfa, því í Grundarfirði eins og annars staðar á landinu séu einstaklingar í atvinnuleit. “Ef bréfberar fást ekki til starfa er það vísbending um að launakjör séu ekki viðunandi. Íslandspóstur getur ekki hagrætt í rekstri sínum með því að bjóða laun sem eru ekki samkeppnisfær og dregið með þeim hætti úr tíðni póstdreifingar. Bæjarráð krefst þess að Íslandspóstur sinni póstdreifingu í Grundarfirði í samræmi við lög og reglugerð um póstþjónustu,” segir einnig í ályktun bæjarráðs.

 

 

 

 

Því er við þetta að bæta að búið er að ráða einstakling í stöðu bréfbera í Grundarfirði. Starfsmaður Íslandspósts tjáði blaðamanni í morgun að viðkomandi kæmi til starfa næsta föstudag en ekki nógu snemma til að útburður á bréfum og pósti færi fram með eðlilegum hætti í þessari viku. „Þetta ætti að verða komið í lag í næstu viku,“ sagði starfsmaður Íslandspósts í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is