Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2012 09:01

Vesturlandsslagur á Akranesi í kvöld

Í kvöld fer fram seinni leikur ÍA og Skallagríms í 1. deildinni í körfubolta. Bæði lið hafa leikið vel í vetur og verma eins og sakir standa umspilssæti í deildinni. Eru Borgnesingar í öðru sæti með 18. stig en Skagamenn í því fimmta með 12. Ef liðin ljúka deildarkeppninni í þessum sætum, sem allar líkur eru á, munu liðin mætast í úrslitakeppni 1. deildar um eitt laust sæti í Úrvalsdeild að ári.

Borgnesingar sigla nokkuð lygnan sjó í öðru sætinu og hafa fjögurra stiga forystu á lið Hamars sem er í þriðja sæti. Skagamenn eru hins vegar jafnir Hetti frá Egilsstöðum að stigum en eru þó einungis tveimur stigum á eftir Breiðablik sem hafa 14. stig í fjórða sæti en Kópavogsbúar eru að auki jafnir Hamri frá Hveragerði. Brugðið getur því milli beggja vona í deildinni hjá Skagamönnum og af þeim ástæðum má ljóst þykja að þeir munu mæta Skallagrímsmönnum af fullum þunga.

 

Tölfræðin með Skallagrím

Skessuhorn lagðist í rannsóknir vegna leiksins og rýndi í sögu viðureigna liðanna. Samkvæmt upplýsingum af vef Körfuknattleikssambands Íslands hafa liðin mæst alls 27 sinnum í Íslandsmótinu síðan 1987 bæði í 1. deild og Úrvalsdeild. Hafa Borgnesingar sigrað 20 sinnum í viðureignum liðanna á þessum 25. árum en Skagamenn 7 sinnum. Af þeim 13 leikjum sem leiknir hafa verið á Akranesi hafa heimamenn unnið 5 sinnum en Skallagrímur 8 sinnum. Borgnesingar hafa því yfirhöndina sögulega og vilja vafalaust halda þeirri hefð áfram. Öllum á þó vera ljóst, miðað við frammistöðu Skagamanna í Borgarnesi fyrir áramót, að lið ÍA muni renna blóð til skyldunnar að verja heimavöllinn og rétta sinn hlut gagnvart Borgnesingum og þar með stöðu sína í baráttunni fyrir umspilssæti.

 

Gott fyrir íþróttalífið á Vesturlandi

Vegna leiksins setti Skessuhorn sig í samband við Sigurð Elvar Þórólfsson fyrrum leikmann ÍA og Skallagríms, en hann lék stöðu leikstjórnanda með báðum liðum á ofanverðri síðustu öld. „Það er gaman að fá liðin til að mætast og er leikurinn mikilvægur fyrir íþróttalífið á Vesturlandi. Bæði lið hafa á að skipa efnilegum leikmönnum sem hafa staðið sig vel í vetur. Liðin höfðu ólík markmið fyrir tímabilið, Borgnesingar stefndu upp á meðan Skagamenn lögðu upp með að halda sér í 1. deildinni. Hefur lið ÍA komið skemmtilega á óvart af þessum sökum og verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að komast í umspilið.“ Bjóst Sigurður Elvar við fjölmenni og ætlaði að sjálfsögðu sjálfur að mæta á leikinn sem fram fer í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum í kvöld kl. 19:15. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is