Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2012 09:47

Snæfellskonur unnu meistarana öðru sinni

Snæfellskonur virðast hafa eitthvert tak á Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfubolta, en þær sigruðu þá öðru sinni í vetur í IE-deildinni þegar liðin mættust í Hólminum í gærkveldi. Lokatölur urðu 91:83 og þar með náðu Snæfellskonur sér á strik að nýju eftir tapleiki í tveimur síðustu umferðum deildarinnar. Snæfellskonur byrjuðu mjög vel, skoruðu tíu fyrstu stigin í leiknum og staðan var 29:18 fyrir Snæfell eftir fyrsta leikhluta. Snæfell hélt áfram að auka forystuna framan af öðrum leikhluta, en þá komust gestirnir í gang og munurinn var einungis sjö stig á liðunum í hálfleik 45:38 fyrir Snæfell. Jordan Murphree í Snæfelli er farið að líka parketið í Hólminum og hún var komin með 17 stig í hálfleik en næst henni var Alda Leif með 10 stig og 5 fráköst.

 

 

 

 

Baráttan hélt áfram í byrjun seinni hálfleiks og eftir þriðja leikhluta munaði fjórum stigum á liðunum, en Snæfell enn yfir 63:59. Kaflaskipti urðu í leiknum þegar Snæfell náði að rífa sig frá Keflavík í stöðunni 68:64, með tveimur þristum frá Jordan og Helgu Hjördísi, í stöðuna 75:66 og Keflavíkavíkurstúlkur voru farnar að gefa eftir í pressuvörninni. Þessi munur hélst nokkuð út leikinn en undir lokin voru mörg stig skoruð af vítalínunni. Lokatölur eins og áður segir 91:83.

 

Hjá Snæfelli var Jordan Murphree atkvæðamest með 31 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar og 10 stolna bolta, Alda Leif Jónsdóttir skoraði 17 stig og tók 9 fráköst, Kieraah Marlow 16 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 10 stig og 6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar og Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig og 4 fráköst. Hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir langatkvæðamest með 33 stig.

 

Næsti leikur Snæfellskvenna í IE-deildinni verður nk. miðvikudagskvöld gegn Fjölni í Grafarvogi. Undanúrslitaleik Snæfells og Stjörnunnar í Poweradebikarnum, sem fram átti að fara í Hólminum nk. sunnudagskvöld, hefur verið frestað vegna kærumála sem tengjast hinum undanúrslitaleiknum í keppninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is