Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2012 12:03

Ný útgáfa af málþroskaskimun komin út

Eitt af því mikilvægasta í þroska og uppvexti barna er málþroskinn. Það var lengi vel einkum í verkahring heilsugæslunnar í landinu að fylgjast með málþroska barna, samhliða örðum þáttum í ungbarnaeftirliti. Komið var vel fram á síðasta tug liðinnar aldar þegar hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar voru að framkvæma skoðun á málþroska barna án þess að hafa til þess ákveðinn mælikvarða til samanburðar.

Á árinu 1998 réðust þrír talmeinafræðingar í það sameiginlega verkefni að gera staðlaða málþroskaskimun handa heilsugæslunni. Hún var byggð á grundvelli könnunar á málþroska þriggja og hálfs árs barna. Í úrtakinu, sem tekið var af handahófi, voru 270 börn, víðsvegar af landinu, sem öll fengu sömu myndirnar og spurningarnar til að glíma við og svara. Þessir talmeinafræðingar voru Elmar Þórðarson, sem starfar við Grundaskóla á Akranesi, Friðrik Rúnar Guðmundsson og Ingibjörgu Símonardóttur.

 

 

 

Elmar Þórðarson talmeinafræðingur segir í samtali við Skessuhorn að þessi málþroskaskimun sem hlaut nafnið EFI, eftir fyrsta stafnum í nafni þeirra þriggja, hafi verið mjög vel tekið hjá heilsugæslunni í landinu og notuð þar í rúm tíu ár, frá 1999 til 2010.

 

Samanburðarrannsókn sýndi marktæka fylgni

“Mikil ánægja var meðal hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar um allt land með notkun EFI. Færni barnahópsins sem var í könnuninni og lögð var til grundvallar, var síðan notuð sem viðmið þegar farið var að framkvæma skimunina á heilsugæslustöðvum. Þegar börnin í þessum úrtakshópi voru orðin níu ára og tóku samræmt próf í íslensku í 4. bekk grunnskóla kom í ljós við samanburðarrannsókn sterk marktæk fylgni á milli einkunnar þeirra í prófinu og niðurstaðna í EFI áður,” segir Elmar.

Það gerðist hins vegar 2010 að breyting var hjá heilsugæslunni í þá veru að þangað komu ekki lengur þriggja og hálfs árs börn í þroskamat, heldur tveggja og hálfs ár og fjögurra ára. Þar með var notkun EFI málþroskaskimunar innan heilsugæslunnar sjálfhætt.

 

Þá ákváðu talmeinafræðingarnir þrír að endurnýja verkfærið og nú er komin út EFI-2 málþroskaskimun sem ætluð er til notkunar í leikskólum. Það er fyrirtæki Elmars “Talþjálfun og ráðgjöf” sem stendur að baki útgáfunni og hún er sérstaklega ætluð leikskólunum í landinu, m. a. aðstoðuðu tveir leikskólar á Akranesi við öflun upplýsinga við stöðlun í málþroskaskimunina, Garðasel og Vallarsel.

 

Fundinn nýr markhópur

Elmar segir að á næstunni verði efnt til kynningar meðal leikskólakennara og -stjórnenda í landinu á EFI-2 málþroskaskimuninni. Hann segir að þar sem fyrri útgáfa hafi reynst vel hafi grunngögnin, myndir og spurningar, verið nýtt áfram, en fundinn nýr markhópur barna á fjórða ári, úrtakið 245 „hentugleikaúrtak“. Hann segir að notagildi EFI–2 skimunarinnar felist fyrst og fremst í því að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo hægt sé að vísa þeim áfram í nánari athugun og viðeigandi úrræði, að gefa foreldrum hugmynd um hvernig málþroski barnsins er miðað við jafnaldra, að samræma betur en nú er gert tilvísanir á greiningar- og þjálfunarúrræði og síðast en ekki síst að fá foreldra í samstarf til að styrkja málþroska barnsins. “EFI–2 er einfalt í notkun, áreiðanlegt og ekki skemmir að börnum finnst það skemmtilegt,” segir Elmar en teikningar eru sem fyrr eftir Bryndísi Björgvinsdóttur myndlistarkonu.+

 

Hlustun hefur hrakað

Elmar sagði að forvitnileg niðurstaða hafi orðið við samanburð á könnunarhópunum tveimur, þeim sem unnið var með 1998 og síðan 2010, það er með 12 ára millibili. Hann segir að þó það hafi ekki verið markmið með könnuninni núna, eða nýtist í endurnýjun málþroskaskimunarinnar, þá hafi komið í ljós að meðal þriggja og hálfs árs barna sé sterk vísbending um marktækan mun á hlustun. Svo virðist sem skilningur sé marktækt lakari. Tjáning er einnig lakari en munurinn ekki marktækur.

„Þessa vísbendingu um lakari málþroska þriggja og hálfs árs barna nú miðað við jafnaldra fyrir 12 árum, væri forvitnilegt að skoða betur,“ segir Elmar að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is