Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. febrúar. 2012 09:13

Kjósverjar hafna lagningu háspennulínu

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar alfarið hugmyndum Landnets hf. um stækkun og aukinnar flutningsgetu háspennulínu sem fer um sveitarfélagið að Grundartanga í Hvalfirði. Hreppsnefnd segir jafnframt í samþykkt frá fundi sínum þann 2. febrúar síðastliðinn vera á móti aukinni mengandi iðnaðaruppbyggingu í firðinum og telur að starfsemin á Grundartanga hafi þegar valdið íbúum og fasteignaeigendum í Kjósarhreppi ómældu tjóni. Þá segir hreppsnefnd Kjósarhrepps að það sé algjört forgangsverkefni að draga úr umhverfisáhrifum starfandi iðnfyrirtækja á Grundartanga.

Aðdragamdi málsins er að Landsnet hf. sendi hreppsnefnd Kjósarhrepps erindi þar sem óskað var eftir breytingu á aðalskipulagi til að hægt yrði að byggja 400 kw raforkulínu í gegnum hreppinn. Fyrirhuguð lína á að liggja frá Geithálsi að Grundartanga og lega hennar á að vera samsíða núverandi 220 kw. línu.

 

Í ályktun hreppsnefndar segir að afgreiðslan sé í samræmi við inntak aðalskipulags Kjósarhrepps, en fram kemur í formála þess að ekki er gert ráð fyrir þéttbýli, stóriðju né uppbyggingu háspennumastra. Þá er ræktun með tilstuðlan líftækni óheimil, jafnframt er stórfellt fiskeldi og skipulagslaus uppdæling malarefna úr Hvalfirði hvoru tveggja forboðið.

 

Sjá fréttatilkynningu á vef Kjósahrepps.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is