Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. febrúar. 2012 01:14

MB kemur vel út úr ytra mati menntamálaráðuneytisins

Í lok síðasta árs lét mennta- og menningamálaráðuneytið gera úttekt á starfi Menntaskóla Borgarfjarðar (MB) með það að markmiði að leggja mat á starfsemi skólans út frá þeim lögum, reglum og námsskrá sem skólinn vinnur eftir. Óhætt er að segja að MB komi mjög vel út úr matinu samkvæmt úttektaraðilum en matskýrsla þeirra kom út í lok janúar. Þar segir meðal annars að starfsemi skólans sé í góðu horfi, nemendum líði vel í skólanum, þeim er sýnt traust og færð ábyrgð á námi sínu. Jafnframt segir að stjórn skólans sé styrk, starfslið vel mannað og menntað og að jákvæður skólabragur einkenni skólann.

 

  

Fáein atriði voru þó talin upp í skýrslunni sem viss veikleiki skólans er gera mætti bragarbót á. Töldu úttektaraðilar sem dæmi að smæð skólans væri tiltekinn veikleiki er fæli helst í sér takmarkanir á námsframboði. Segir í skýrslunni um þetta atriði að upptökusvæði MB væri skilgreint of þröngt og töldu úttektaraðilar að styrkja mætti skólann með því að kynna hann víðar og þar með fjölga nemendum eftir því sem aðstaða leyfði.

 

Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur skólameistara MB þá er skýrslan góður vitnisburður um það uppbyggingarstarfi sem fram hefur farið síðan skólinn var settur á legg árið 2007. Að mati Kolfinnu eru mikilvægustu niðurstöðurnar þær að nemendum líður vel, félagsstarf er fjölbreytt, skólinn er vel mannaður í alla staði og faglegt starf fær góða einkunn. Tillögur úttektaraðila um að útvega þurfi heimavistaraðstöðu, auka námsframboð og bæta bókasafnskost segir Kolfinna að séu í miklu samræmi við hennar hugmyndir en hún tók við stöðu skólameistara í ágúst á síðasta ári. Nú þegar sé hafin vinna við að undirbúa aukið námsframboð fyrir næsta skólaár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is