Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2012 09:30

Hesthúsaeigendur í Borgarnesi fá 416% hækkun fasteignagjalda

Mikil óánægja ríkir meðal hestamanna í Borgarnesi nú um stundir. Ástæðan er sú að Borgarbyggð breytti reglum um fasteignaskatt á hesthús í þéttbýli úr 0,36% í 1,5% nú um áramótin. Nemur hækkunin 416%. Engin breyting er hins vegar á fasteignaskatti á hesthúsum í dreifbýli í sveitarfélaginu. Hesthúsaeigendur safna nú undirskriftum til að skora á stjórnendur sveitarfélagsins að endurskoða ákvörðun sína.

Í samtali við Skessuhorn sagði Stefán Logi Haraldsson, formaður hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi vænti þess að skattbreytingin yrði dregin til baka. "Vonumst við til að fá fund með sveitarstjórnarfulltrúum um málið svo skoðanir okkar komist skýrt til skila. Berum við þá von í brjósti að skattamálin verði löguð snarlega enda fólk einungis með hesta í tómstundaskyni."

 

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segir að hækkanir koma til vegna úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar ríkisins sem úrskurðaði að hesthús í Árborg skyldi sett í flokk C. Þar að auki hefur lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga beint þeim tilmælum til sveitarfélaganna að færa hesthús í flokk C í útreikningi fasteignaskatts. Tekjuauki Borgarbyggðar vegna þessara hækkana er um 2 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is