Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. febrúar. 2012 07:30

112-dagurinn er í dag - mikið um að vera

112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum 112. Að þessu sinni er áhersla lögð á að hvetja fólk til að hika ekki heldur hringja í 112 ef það telur sig þurfa á aðstoð að halda – til öryggis. Efnt er til dagskrár víðsvegar um allt land og verða fjölmargir viðburðir á Vesturlandi í dag. 112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.

Í Dalabyggð verður opið hús í björgunarsveitarhúsinu að Vesturbraut 12 frá klukkan 13.00-15.00. Þar starfsemi sjúkraflutninga, slökkviliðs og björgunarsveitar á svæðinu kynnt. Þar geta gestir rætt við starfsfólk og sjálfboðaliða, skoðað margvíslegan búnað, fengið sér kaffi og spjallað.

 

Á Akranesi verður í verslunarmiðstöðinni við Smiðjuvelli á Akranesi boðið upp á kynningu á skyndihjálp frá klukkan 13-15. Leiðbeinendur frá Rauða krossinum á Akranesi munu leyfa fólki að hnoða og blása í skyndihjálpardúkkur og sýna hjartastuðtæki og önnur tól sem notuð eru í neyð. Þá mun félag slökkviliðsmanna á Akranesi standa fyrir opnu húsi á slökkvistöðinni að Kalmansvöllum 2 frá klukkan 10.00 til 12.00. Tæki og útbúnaður slökkviliðsins verða til sýnis og einnig verður hægt að leita ráða hjá slökkviliðsmönnum varðandi allt sem viðkemur eldvörnum.

 

Í Grundarfirði verður 112 dagurinn einnig haldinn með látum.

Viðbragðsaðilar í Grundarfirði ætla að hefja daginn með því að taka rúnt um bæinn klukkan 14:00 og minna á sig og starfsemi sína. Að akstri loknum verður opið hús á slökkvistöðinni að Sólvöllum 17a frá klukkan 14:15 - 16:00.

 

Í Borgarnesi munu björgunarsveitir héraðsins, slökkvilið Borgarbyggðar, lögreglan og sjúkraflutningamenn standa fyrir opnum degi við Hjálmaklett, Mennta- og menningarhús Borgarbyggðar. Dagskráin hefst með skrúðakstri viðbragðsaðila þar sem ekið verður með ljósum frá Brákarey klukkan 13.00 að Hjálmakletti. Þar verður kynning á tækjakosti aðilanna og verður fólki gert kleift að sjá þau í notkun til klukkan 16.00. Þá mun Borgarfjarðardeild Rauða krossins afhendinga sérstaka viðurkenningu á skyndihjálparafreki síðasta árs. Einnig mun fólki bjóðast örkennsla í skyndihjálp og þá verður Rauða kross búðin opin frá kl. 11 til 15, en hún er einmitt ársgömul þennan dag.

 

 

 
 
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is