13. febrúar. 2012 08:10
Kvennalið Snæfells fær lið Stjörnunnar frá Garðabæ í heimsókn í kvöld þegar liðin mætast í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í körfubolta. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi þannig að sigurvegarar kvöldsins hremma farseðil í úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalshöll að öllum líkindum laugardaginn 18. febrúar. Til mikils er því að vinna fyrir Snæfellsstúlkur því þær hafa aldrei áður komist í úrslit bikarkeppninnar. Leikurinn hefst klukkan 19.15.