Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. febrúar. 2012 07:01

Löndunarbið hjá loðnuskipum

Loðnuskipin Faxi og Huginn komu bæði með fullfermi af loðnu til Akraness í dag. Faxi var með um 1.500 tonn og Huginn 1.700. Það varð því löndunarbið við Akraneshöfn, nokkuð sem hefur ekki verið algengt síðustu ár. Nú eru komin um 18.000 tonn af loðnu til fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Þar með hefur ríflega helmingur af þeim 102.000 tonna loðnukvóta sem fyrirtækið ræður yfir á vertíðinni verið veiddur. Fastlega má þó reikna með að einhverju verði bætt við kvótann því ekki er búist við að Grænlendingar nái sínum hluta úr honum.

Á föstudag landaði Hoffell frá Fáskrúðsfirði 1.200 tonnum á Akranesi úr kvóta HB Granda en það fer ekki fleiri túra fyrir fyrirtækið. Huginn VE landaði 1.700 tonnum um helgina en hann á að fara fjóra túra fyrir HB Granda og hefur þegar lokið tveimur þeirra.

 

Mjög góð veiði hefur verið grunnt út af suðausturlandi síðan fremsti hluti loðnugöngunnar þétti sig þar. Hrognafylling loðnunnar er ekki næg til að hægt sé að vinna hrogn. Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi segir að líklega hefjist hrognavinnsla ekki fyrr en í næstu viku. Allt er nú til tilbúið fyrir hrognatöku en um fjörutíu manns koma til með að vinna á vöktum við hrognavinnsluna þegar hún hefst. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is