Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2012 04:01

Er líklega heltekinn af leiklistarbakteríunni

Dynjandi lófatak kveður við í salnum um leið og tjaldið fellur á síðustu sýningu leikdeildar Umf. Skallagríms á hinu fræga leikriti Matthíasar Jochumssonar, Skugga-Sveini, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Þar fer fremstur meðal margra jafningja Jónas Þorkelsson í hlutverki hins ókrýnda konungs útilegumanna, Skugga-Sveins. Það eru ekki margar leiksýningar sem leikdeild Umf. Skallagríms hefur sett upp undanfarin ár þar sem nafn Jónasar Þorkelssonar hefur ekki sést í sýningarskrá. Annað hvort sem leikari eða í sviðsvinnu. Skugga-Sveinn er ekki sá eini úr leikbókmenntum þjóðarinnar sem Jónas hefur spreytt sig á. Hann hefur einnig átt við Jón nokkurn Jónsson í Gullna hliði Davíðs.

 

 

 

En hver er þá umræddur Jónas sem fyllir þessar þekktu sögupersónur lífi? Hann er uppalinn á Mel í Hraunhreppi, næst elstur átta barna Þorkels Guðbrandssonar og Guðrúnar Jónasdóttur. Afkomendur þeirra bera nafnið, Melsarar, enda um fjölmennan hóp að ræða. Jónas er vélvirki að mennt, starfar sem slíkur hjá Ragnari og Ásgeiri í Grundarfirði. Hann hefur jafnfram góða söngrödd, eins og margir ættmenn hans, en hefur lítið gert með þann hæfileika. Kíkt var í kaffi að Birkimel, nýbýli úr landi Mels. Erindið er að kynnast manninum sem farið hefur mikinn á sviðinu í Lyngbrekku að undanförnu. Hann kemur til dyra, fúl-skeggjaður, enda notast karlleikendur við eigið skegg í leikritinu.

 

Sjá viðtal við Jónas Þorkelsson áhugaleikara og vöruflutningabílstjóra í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is