Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. febrúar. 2012 02:01

Var sendur barnungur til Kanada og var týndur í 12 ár

“Það hafa lengi brunnið á mér ýmsar spurningar varðandi ævi afa og þær geta orðið áleitnar ef maður reynir ekki að finna við þeim svör,” segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi um ástæður þess að hún eyddi nær öllum sínum frítíma í þrjú ár í að rannsaka ferðalag afa síns, Guðjóns Þórðarsonar frá Ökrum, til Vesturheims - en þangað var hann sendur frá Akranesi 11 ára gamall og einn síns liðs í lok 19. aldar. Hann birtist óvænt á æskuheimili sínu 12 árum síðar íklæddur vísundaloðfeldi og með riffil um öxl, en þá hafði hann verið talinn af í mörg ár. Guðjón var alla tíð afar fámáll um árin í Kanada en fjölskyldan vissi þó að Íslendingar voru fámennir á svæðinu og að hann hefði umgengist indíána töluvert. Hann sagði indíánana hafa hjálpað sér mikið og kennt margt um veiðar.

Jóhanna Fjóla segist hafa haft áhuga á sögu föðurafa síns frá barnsaldri, en hann varð bráðkvaddur 56 ára. Fyrir fimm árum ákvað hún að leita leiða til að grafast fyrir um ferðir hans í Vesturheimi fyrir rúmum 100 árum, en þangað var hann sendur vegna fátæktar fjölskyldu sinnar. Talað var um að hann hefði átt að fara til frænda síns en hver það var eða hvar hann bjó var ekki vitað.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur um ferðir og raunir afa hennar Guðjóns Þórðarsonar frá Ökrum í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is