Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2012 08:05

Vinnan við að ná í kvóta tekur mikinn tíma

Aflahæsti smábátur landsins af stærðinni 10-15 tonn í janúarmánuði var línubáturinn Kristinn annar frá Ólafsvík með alls 165 tonn. Það er Breiðavík ehf. sem gerir bátinn út en eigendur fyrirtækisins eru feðgarnir Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson. „Útgerðarfélagið heitir eftir æskuslóðum mömmu hérna sunnan við jökulinn,“ segir Þorsteinn þegar talað er við hann um borð í stærri báti útgerðarinnar. Þeir feðgar byrjuðu þó sína útgerð með sinn hvorn smábátinn en sameinuðu útgerðir sínar 1998. Nú gera þeir út Kristinn SH sem er hundrað tonna bátur og fyrrnefndan Kristinn II sem er fimmtán tonna bátur.

Þegar feðgarnir sameinuðust um útgerðina létu þeir smíða fyrir sig plastbát sem fékk nafnið Kristinn og núverandi Kristinn annar er þriðji plastbáturinn sem þeir hafa látið smíða fyrir sig en það var árið 2007. Stóra bátinn, Kristinn, fengu þeir í byrjun árs 2007. Þorsteinn segir þann bát lítið gerðan út og hann hafi verið meira eða minna bundinn við bryggju nema fyrsta árið.

 

Lesa má viðtal við Þorstein Bárðarson útgerðarmann og skipstjóra í Ólafsvík í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is