Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2012 11:01

Fiskafli í janúar yfir fjörutíu prósentum meiri en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 41,9% meiri en í janúar 2011. Nam aflinn alls 193.811 tonnum nú samanborið við 119.669 tonn í janúar 2011.  Botnfisksafli jókst um rúm 5.300 tonn og var nú 30.600 tonn. Þar af var þorskaflinn rúm 16.600 tonn, sem er aukning um tæp 3.300 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 5.800 tonnum sem er um 2.100 tonnum meiri afli en í janúar 2011. Karfaaflinn jókst um 260 tonn samanborið við janúar 2011 og nam tæpum 3.100 tonnum. Um 2.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 400 tonnum meiri afli en í janúar 2011. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 162.000 tonnum, sem er tæplega 68.400 tonnum meiri afli en í janúar 2011.

Aukningu í uppsjávarafla má rekja til tæplega 161.000 tonna loðnuafla í janúar samanborið við 82.500 tonna afla í sama mánuði í fyrra. Kolmunnaaflinn nam 903 tonnum en var 15 tonn árið áður. Nær enginn annar uppsjávarafli var veiddur í janúar 2012 samanborið við 10.600 tonn af síld og gulldeplu árið áður. Flatfisksaflinn var rúm 1.200 tonn í janúar 2012 og jókst um tæp 300 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 401 tonni samanborið við um 212 tonna afla í janúar 2011.

Afli á föstu verði er reiknaður út til þess að finna breytingu á verðmæti heildaraflans að gefinni þeirri forsendu að verðhlutföll milli einstakra fisktegunda séu þau sömu og á ákveðnu viðmiðunarári sem hér er árið 2010. Hér er því um að ræða hliðstæðu við umreikning á afla yfir í þorskígildi. Aflinn í tonnum sýnir hins vegar magn aflans án tillits til þess að fisktegundir eru misjafnlega verðmætar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is