Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. febrúar. 2012 11:23

Bankastofnanir stíga flestar varlega til jarðar vegna áhrifa dóms Hæstaréttar

Hæstaréttar dæmdi í gær endurútreikning vaxta gengistryggðra lána aftur í tímann ólöglegan.  Með dómnum voru lög frá Alþingi nr. 151/2010 dæmd ólögmæt þar sem þau eru talin stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Dómurinn nú mun að líkindum hafa mikil áhrif fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki sem tekið höfðu gengistryggð lán fyrir bankahrunið 2008. Bankar og fjármálastofnanir hafa síðan lagasetningin var gerð árið 2010 unnið að endurreikningi gengistryggðra lána í samræmi við lög nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu með breytingunni sem gerð var með lögum nr. 151/2010.  Viðbrögð bankanna eru þrátt fyrir dómsorð nokkuð misjöfn.

Í tilkynningu frá Arion banki í gær kom fram að bankinn hefur lokið frumathugun á nýföllnum dómi Hæstaréttar. „Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvert fordæmisgildi dómsins er gagnvart þeim gengistryggðu lánum sem Arion banki hefur endurreiknað. Mun bankinn upplýsa viðskiptavini sína um leið og athugun á áhrifum og þýðingu dómsins liggur fyrir.“

 

Sambærileg yfirlýsing barst síðan frá Íslandsbanka í gær þar sem segir að ljóst sé að töluverð óvissa ríki um túlkun dómsins og leitar Íslandsbanki því álits sérfræðinga á dómnum. „Íslandsbanki mun halda viðskiptavinum sínum vel upplýstum þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“

 

Í tilkynningu Landsbankans í gær er þó kveðið sterkar að orði en í yfirlýsingum hinna bankanna tveggja. Þar segir m.a.: „Nú fer í hönd vinna við að meta fordæmisgildi dómsins. Dómurinn hefur væntanlega í för með sér að endurreikna þarf á ný fjölda lána. Um er að ræða íbúðalán einstaklinga, lán til fyrirtækja og lán sem Landsbankinn tók yfir við samruna bankans við Spkef, SP–Fjármögnun og Avant. Ekki er þó hægt að fullyrða að niðurstaðan hafi áhrif á öll lán sem hafa verið endurreiknuð eða á eftir að endurreikna,“ segir í tilkynningu Landsbankans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is