Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2012 09:01

Kúabú á Snæfellsnesi með hæstu meðalnyt á landinu

Þegar rýnt er í skýrsluhald í nautgriparækt fyrir árið 2011 kemur eitt og annað forvitnilegt í ljós. Í fréttabréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands segir m.a. að meðaltal afurða mjólkurkúa á starfssvæði samtakanna hafi hækkað um 65 kíló að jafnaði frá 2010 og sé nú 5.153 kíló. Það er nokkuð undir landsmeðaltali sem var 5.459 kg. eftir árskú. Kýr á Snæfellsnesi eru hins vegar með hæstu meðalnyt yfir landið en þær mjólkuðu að jafnaði 5.956 kg. Með hæstu meðalnyt eftir árskú er annað árið í röð bú Steinars Guðbrandssonar á Tröð í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi með 7.383 kg. Í öðru sæti er bú Guðlaugar og Eybergs á Hraunhálsi í Helgafellssveit með 7.320 kg og kýr Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós mjólkuðu að meðaltali 7.075 kg. Á öllum þessum þremur búum eru um 25 árskýr. Í fjórða og fimmta sæti á lista yfir meðalnyt með rétt innan við sjö þúsund lítra eftir hverja kú eru búin á Helgavatni í Þverárhlíð (78,1 árskú) og Káranesbúið í Kjós (73,6 árskýr).

 

 

 

Átta kýr á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands náðu því marki að mjólka meira en tíu þúsund lítra árið 2010. Mest var nyt Tíundar frá Leirulækjarseli sem mjólkaði 11.836 lítra á árinu. Annars er listinn þessi:

 

1. Tíund frá Leirulækjarseli mjólkaði 11.836 lítra.

2. Súla frá Hvanneyri mjólkaði 11.138 lítra.

3. Stella frá Tröð mjólkaði 10.705 lítra.

4. Etna frá Helgavatni mjólkaði 10.447 lítra.

5. Skræpa frá Káranesi mjólkaði 10.271 lítra.

6. Pera frá Hraunhálsi mjólkaði 10.203 lítra.

7. Varúð frá Miðdal mjólkaði 10.159 lítra.

8. Glína frá Hvanneyri mjólkaði 10.019 lítra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is