Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2012 06:44

Staðreyndir um krabbamein í börnum

Alþjóðlegur baráttudagur krabbameinssjúkra barna er 15. febrúar. Af því tilefni lagði Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) sitt af mörkum til að fræða almenning um krabbamein í börnum.   Meðal annars dreifði félagið 12.000 póstkortum  til ýmissa aðila í landinu þar sem vakin er athygli á einkennum krabbameins í börnum en það eru alþjóðasamtök foreldra barna með krabbamein (ICCCPO), sem SKB er aðili að, og alþjóðleg samtök barnakrabbameinslækna (SIOP) sem standa sameiginlega að þessari fræðslu og vitundarvakningu meðal almennings um heim allan.  

 

 

 

 

Í tilkynningu frá SKB eru nokkrar staðreyndir um krabbamein í börnum tíundaðar. Þar segir m.a. að á hverju ári greinist 175.000 börn með krabbamein í heiminum og talið er að um 90.000 þeirra láti lífið, eða um 250 börn á dag. Á Íslandi greinast 10-12 börn á aldrinum 0-18 ára á ári með krabbamein.

Fyrstu einkenni krabbameins geta verið eftirfarandi og skal leita til læknis ef barn er með einhver þeirra:

- Hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, skyndileg blinda eða útstandandi auga.

- Bólga eða fyrirferð í kviði, höfði eða hálsi, útlimum, eistum eða eitlum.

- Óútskýrður hiti í meira en tvær vikur.

- Þyngdartap, fölvi, slappleiki, þreyta, óeðlilegir marblettir eða blæðingar.

- Beinverkir, liðverkir, bakverkir og beinbrot án þekkts áverka eða annarra sjúkdóma.

- Einkenni frá taugakerfi eins og breyting á göngulagi, jafnvægi, tali, seinkun eða afturför í þroska, höfuðverkur í meira en tvær vikur með eða án uppkasta, stækkun á höfði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is