Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2012 01:28

Hrognafrysting verður síðar á ferðinni en í fyrra

Í dag er rétt ár síðan loðnuhrognataka- og frysting hófst á vertíðinni í fyrra hjá HB Granda á Akranesi. Horfur eru á því að í ár geti hrognavinnsla hins vegar ekki hafist fyrr en í lok þessa mánaðar. Fyrir því eru ýmsar ástæður, að því er fram kemur á vef HB Granda. „Miðað við hrognafyllinguna og þroska hrognanna nú reiknum við því með að hrognafrysting hefjist ekki fyrr en nær dregur mánaðamótum. Það, eins og annað varðandi loðnuna, getur þó breyst og þess vegna í dag,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda í dag. Loðnan, sem fyrst gekk upp á grunnið, er nú komin vestur fyrir Ingólfshöfða en þaðan er nokkurn veginn jafn langt til Akraness og Vopnafjarðar, eða um 200 sjómílur. Hráefnisgeymslur á Akranesi eru nú nánast fullar og einnig er staða hráefnisbirgða góð á Vopnafirði. Því var ákveðið að láta Víking AK sigla til Fuglafjarðar í Færeyjum með 1300 tonna fullfermi og var landað úr skipinu á fimmtudaginn.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is