Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2012 11:01

Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina

Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlaut Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku sl. laugardag við athöfn á Bessastöðum.  Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin. Verðlaunin sem Safnasafnið hlýtur ásamt Eyrarrós í hnappagatið er fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði og hljóta þau 250 þúsund króna verðlaun auk flugmiða.  

 

 

 

Handhafi Eyrarrósarinnar, Safnasafnið – Alþýðulistasafn Íslands, stendur við þjóðveg eitt rétt utan við Akureyri, í gamla Þinghúsinu á Svalbarðsströnd. Safnið opnaði árið 1995 og vinnur merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar. Safnið hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og sérstöðu í safnaflóru landsins og sýningar þess byggja á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil. „Í sölum Safnasafnsins sýna hlið við hlið frumlegir og ögrandi nútímalistamenn, sjálflærðir alþýðulistamenn, einfarar og börn. Samspil heimilis, garðs, safns og sýningarsala er einstakt og sífellt er bryddað upp á nýjungum. Safnasafnið vinnur ötullega með íbúum sveitarfélagsins og hefur frá upphafi haft frumkvæði að samstarfi við leikskóla- og grunnskólabörn,“ segir í umsögn dómnefndar. Verðlaunin Eyrarrósin er ágæt hvatning til forsvarsmanna safna á landsbyggðinni til að standa sig vel. Ástæða er til að hvetja íbúa Vesturlands til að heimsækja Safnasafnið á leið sinni um Norðurland. Safnið stendur þétt upp við þjóðveginn ofan við byggðina á Svalbarðsströnd.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is