Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2012 04:17

Syngjandi konur á Vesturlandi hvattar til þátttöku í söngbúðum

Boðað er til vinnuhelgar með Kristjönu Stefánsdóttur djasssöngkonu þar sem öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt.  Söngbúðirnar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 3.-4. mars nk. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu.  Í tilkynningu frá Freyjukórnum, sem annast skipulagningu, er markmið að efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, dýpka og breikka sviðið með því að einbeita sér að ákveðnum þætti tónlistar; djassinum og kalla til aðstoðar eina færustu djass söngkonu landsins. Þá eru ungar konur hvattar til að ganga til liðs við kóra á Vesturlandi til að tryggja endurnýjun með því að bjóða upp á söngdagskrá sem ætti að höfða til þeirra. Loks er markmið að kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum, að gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á að æfa og syngja með kvennakór, að sýna afrakstur starfsins með tónleikahaldi og að kynna hið öfluga kórastarf sem fram fer á Vesturlandi.

 

 

 

 

Dagskrá söngbúðanna er laugardaginn 3. mars og sunnudaginn 4. mars og endað á tónleikum í Hjálmakletti síðdegis þann dag.

 

„Síðan er ætlunin að halda þrenna til ferna tónleika; á Akranesi, í Reykjavík, á Snæfellsnesi og mögulega aðra í Borgarfirði. Þátttaka í tónleikunum er valfrjáls en auðvitað verður þetta bara gaman og við vonum að allar söngkonur taki þátt þegar þær geta. "Syngjandi konur á Vesturlandi," verður frábær samstarfsvettvangur fyrir konur á Vesturlandi sem elska að syngja. Hópurinn með Kristjönu í fararbroddi mun læra og leika, halda nokkra tónleika með það að markmiði að efla tónlistarlíf, fjölbreytileika og samstöðu syngjandi kvenna á Vesturlandi. Öllum syngjandi konum er velkomið að taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningu, en undirbúningur, skipulag og stjórn verkefnisins er í höndum Freyjukórsins eins og áður segir. Fjármögnun er í gegnum þátttökugjöld og styrki. Menningarráð Vesturlands og Borgarbyggð styrkja verkefnið.

 

Þær konur sem vilja gista á staðnum (Borgarnesi og nágrenni) hafa sjálfar samband við gististaði og panta gistingu. Þá staði sem benda má á eru Hótel Borgarnes, Farfuglaheimilið í Borgarnesi, Hótel Hamar, Borgarnes B&B, Bjarg og Hvíti Bærinn. Fleiri staði má finna í nágrenninu. Skráning fer fram í gegnum vefslóðina www.vefurinn.is/freyjur  fyrir 20. febrúar 2012. Hver og ein kona þarf að skrá sig; ekki hægt að skrá margar í einu. Kostnaður: Þátttökugjald er 10.000 kr. (Þátttakendur fá nótur sendar til að æfa fyrirfram). Hádegismatur og síðdegishressing í tvo daga 2.000 kr. Hátíðarkvöldverður (valfrjálst) 4.000 kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is