Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2012 08:01

Kvæðamannamót verður haldið á Siglufirði

ÞjóðList og Kvæðamannafélagið Ríma í Fjallabyggð standa fyrir kvæðamannamóti laugardaginn 3. mars, í samstarfi við kvæðamannafélagið Gefjunni á Akureyri og með stuðningi Menningarráðs Eyþings og Þjóðlagseturs. Þangað eru allir áhugamenn um efnið velkomnir. Á mótinu verður þriggja klukkustunda námskeið sem Bára Grímsdóttir kvæðakona sér um. Hún mun kenna hefðbundin kvæðalög og flutningsmáta þeirra, ásamt ýmsu öðru sem við kemur kvæðamennskunni. Bára og maður hennar Chris Foster, sem er virtur enskur þjóðlagasöngvari, eru með þjóðlagadúettinn Funa og koma beint frá því að taka þátt í þjóðtónlistarhátíð í Sviss. Þau munu halda stutta tónleika laugardaginn 3. mars kl. 16:30 á Kaffi Rauðku. Hápunktur mótsins verður síðan kvöldvaka með kvöldverði á Kaffi Rauðku, þar sem kvæðamenn stíga á stokk og gömludansaball í lokin.

 

 

 

Starfandi eru kvæðamannafélög víða um land, fámenn og einangruð, en aðstandendur mótsins hafa fulla trú á því að ef kvæðamenn taka höndum saman þá verði það til þess að efla þessa hverfandi þjóðarhefð. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu eða hafa einhverjar spurningar varðandi það, hafi samband við Magnús Ólafs Hansson (magnus@atvest.is) eða Rúnu hjá kvæðamannafélaginu Rímu (runaingi@simnet.is - 869-3398).

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is