Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2012 10:20

Vilja að neysluvatn Skagamanna verði efnamælt oftar

Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð hefur sent forsvarsmönnum Akraneskaupstaðar og nokkurra stofnana bæjarins ábendingu vegna fækkunar mælinga á mengandi efnum í neysluvatni úr Berjadalsá. Þar er ítrekað erindi frá fundi 24. nóvember sl. þar sem rætt var um mælingar á gæðum neysluvatns af Akrafjalli. Segja forsvarsmenn Umhverfisvaktarinnar að stefna forsvarsmanna iðjuveranna á Grundartanga hafi verið að draga úr mælingum á efnamengun í ferskvatni, þ.m.t. í Berjadalsá, eins og fram kemur í tillögum þeirra að nýrri vöktunaráætlun. „Sú stefna er nú orðin að veruleika með samþykki Umhverfisstofnunar,“ segir í bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Þannig verður mælingum á mengandi efnum í neysluvatni úr Berjadalsá fækkað niður í eina á ári og skal hún fara fram að sumri. Áður var mælt einu sinni til tvisvar í mánuði yfir gróðrartímann. Mælingar hafa ekki farið fram yfir vetrartímann, frá október og fram í apríl.

 

 

 

„Umhverfisvaktin hefur ítrekað varað við hættu á mengun neysluvatns í miklum leysingum þegar efni sem safnast hafa í snjóalög, losna og berast út í Berjadalsá. Fyrir skömmu gerði miklar leysingar eftir langvarandi frosta- og snjóatíð. Þá hefði þurft að mæla eiturefni í neysluvatninu. Umhverfisvaktin sendi bæjarstjóra Akraneskaupstaðar erindi vegna þessa. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hvetur alla sem neyta vatns úr Berjadalsá til að gera ýtrustu kröfur um mengunarmælingar í ánni og beinir sérstökum tilmælum til forstöðumanna stofnana að beita sér fyrir fjölgun mælinga, einkum yfir vetrartímann. Rétt er að beina kröfum um þetta til bæjaryfirvalda og Umhverfisstofnunar,“ segir m.a. í bréfi Umhverfisvaktarinnar til forráðamanna Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is