Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2012 11:01

Ef væri ég gullfiskur - frumsýning framundan á Hlöðum

Jóna Kristjánsdóttir formaður Leikfélagsins sunnan Skarðsheiðar segir að “Ef væri ég gullfiskur”, sem frumsýnt verður á föstudaginn, sé líflegur og skemmtilegur farsi. Leikendur eru átta og með aðalhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson leikskólakennari. Margrét Eir leikstýrir hópnum. Sjálf er Jóna í hlutverki Öldu köldu, sem er hressileg manneskja eins og nafnið gefur til kynna.  “Margrét Eir er mjög ákveðinn og skemmtilegur leikstjóri, alveg frábær. Fyrir óvana leikara eins og við mörg hver erum, þá er það rosalega fínt að fá svona góða leiðsögn eins og hún hefur verið að veita okkur. Guðjón Sigmundsson, Gaui litli, er búinn að vera okkur stoð og stytta í að koma leikfélaginu á koppinn. Við fáum að æfa á Hlöðum endurgjaldslaust og hann hefur hjálpað okkur alveg ótrúlega mikið. Í raun fordekrað okkur.

Hann hefur líka séð um auglýsingar og kynningarmál fyrir okkur. Ég hef fulla trú á því að okkur takist að mynda skemmtilega og eftirminnilega sýningu, þannig að leikhúsgestir á Hlöðum verði ekki fyrir vonbrigðum,” segir Jóna. Nánar er rætt við hana í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjá einnig leikdóm hér á síðunni undir Aðsendar greinar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is