Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2012 09:58

Segir góðar horfur í álframleiðslu

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi, segir að horfur á eftirspurn eftir áli séu góðar á næstu árum á heimsmarkaði. Hann segir að á heildina litið hefði ekki dregið úr eftirspurn eftir áli á heimsvísu. Áliðnaðurinn glími hins vegar við hækkandi orkuverð. Þá hefur komið fram í fréttum að Kínverjar byggi ný álver og líti jafnvel á þau verkefni sem atvinnubótavinnu óháð arðsemi. Þorsteinn var gestur í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun. Fréttastofa Reuters sagði frá því í gær að eftirspurn færi minnkandi eftir áli og verð lækkandi. Heimseftirspurn eftir áli var um 40 milljónir tonna árið 2010 og óx nokkuð milli ára. Til lengri tíma er gert ráð fyrir því að álframleiðsla og eftirspurn eftir áli í heiminum nái um það bil 70 milljónum tonna árið 2020, að sögn Þorsteins.

Hann segir að lokun álvera á meginlandi Evrópu megi rekja til hækkandi raforkuverðs innan Evrópusambandsins fyrst og fremst út af viðskiptakerfi með loftslagsheimildir og kolefnishluta raforkuverðsins. Þar hafi raforkuverð nær tvöfaldast af þeim ástæðum, álverum hafi verið lokað þegar kom að endurnýjun raforkusamninga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is