Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2012 05:01

Grundaskóli setur enn einn söngleikinn á svið

Nemendur Grundaskóla á Akranesi hafa staðið í stórræðum nánast frá áramótum. Þá hófust æfingar á söngleiknum Nornaveiðum, sem er eftir þrjá af kennurum skólans, þá Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson. Alls voru það sextíu krakkar sem komu í söngprufur vegna sýningarinnar og úr þeim hópi voru 28 valin til að syngja, leika og dansa, en alltstór hópur dansara tekur þátt í sýningunni. Þeir sem ekki komust á sviðið taka nú þátt í ýmsu í kringum sýninguna. Einnig hafa foreldrar lagt sitt að mörkum við að aðstoða við smíði á leikmynd og gerð búninga. Nornaveiðar verður frumsýndar í Bíóhöllinni á laugardaginn kemur. Þessa vikuna, síðustu dagana fyrir frumsýningu, er sérstaklega mikið umleikis í kringum uppfærsluna. Þeir sem að henni standa eru að vinnu langt fram á kvöld og það veitti því ekki af að fá hóp foreldra til að elda ofan í hópinn, hafa kvöldmatinn tilbúinn á æfingastað, til að tíminn nýttist sem best.

 

 

 

 

Grundaskóli býr svo vel að hafa þríeykið sem semur söngleiki fyrir skólann. Þetta er fimmti söngleikurinn sem þeir Einar, Flosi og Gunnar semja, en söngleikur hefur verið settur á svið í Grundaskóla á þriggja ára fresti um skeið. “Þetta er hæfilegt bil á milli, því þetta er gríðarleg törn sem fylgir þessu. Við erum að setja upp alvöru sýningu og tökum þann tíma sem þarf til þess. Þetta er hátt í tveir mánuðir, öll kvöld og allar helgar og síðustu tvær vikurnar er allt á fullu hjá okkur. Það hefur alltaf verið þannig hjá okkur höfundunum að verkaskiptingin er einföld. Við semjum saman handritið, lögin og textana. Ég sé um útsetningar á lögunum og Gunnar Sturla og Einar annast leikstjórnina,” segir Flosi Einarsson. Það var hins vegar Sandra Ómarsdóttir sem útfærði dansana í leiknum.

 

Ekki hægt að sleppa þessu

Meðal þeirra sem eru í stórum hlutverkum í söngleiknum Nornaveiðum eru Tryggvi Björn Guðbjörnsson og Aldís Ylfa Heimisdóttir. Leikurinn snýst mikið um unglingamenningu í ákveðnum bæ, gleði og gaman, og þar er líka norn sem sættir sig ekki alveg við þessa afþreyingu og er gleðispillir hinn mesti. Tryggvi Björn leikur einmitt son þessarar nornar, en Aldís Ylfa er ein þriggja í söngtríói sem er leiðandi í söng- og söguþráði verksins.

 

Þau Tryggvi og Aldís segja að það hafi verið gríðarlega gaman að taka þátt í þessari sýningu. “Það er svo mikið líf í kringum þetta og maður kynnist mörgum krökkunum mikið betur en áður,” segir Tryggvi sem syngur nokkur lög en er þó aðallega í leikhlutverki. “Ég söng mikið þegar ég var lítill, en þegar ég stækkaði þá hugsaði ég, nei söngur er ekki fyrir mig.”

Aldís Ylfa segir að margir séu að fórna íþróttaæfingum og keppnum fyrir sýninguna, en finnist það vel þess virði. “Ég er bæði í fimleikum og fótbolta en hef þurft að sleppa því að undanförnu. Það er ekki hægt að sleppa því að taka þátt í söngleiknum, það þarf einhverju að fórna.”

 

Bæði sögðu þau Tryggvi Björn og Aldís Ylfa að þau væru mátulega stressuð fyrir frumsýningunni á laugardaginn. Þau vildu hvetja Akurnesingar til að fjölmenna í Bíóhöllina og sjá skemmtilega sýningu. “Og svo viljum við líka segja að lokum, að Einar er frábær kennari, hann er nefnilega umsjónarkennarinn okkar,” sögðu þau hlæjandi og áttu þar að sjálfsögðu við einn höfundinn og annan leikstjórann, Einar Viðarsson.

 

Sjá auglýsingu um sýningar á Nornaveiðum í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is