Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2012 02:01

Landssamtök hjólreiðamanna með málþing um hjólaferðamennsku

Á föstudaginn fer fram málþing um hjólaferðamennsku á Íslandi. Málþingið er haldið á vegum landssamtaka hjólreiðamanna og fer fram í sal Eflu verkfræðistofu að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Alls eru tíu erindi á dagskrá þingsins sem stendur yfir frá klukkan 10:30 – 15:30. Í fréttatilkynningu um málþingið segir að fjallað verður um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan sé á Íslandi í dag hvað hana snertir og hvað Íslendingar geta gert til að nýta þau tækifæri sem hjólreiðar bjóða upp á í ferðaþjónustu. Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Fundarstjóri er Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri.

 

 

Dagskrá málþingsins:

 

10.00 Mæting – Skráning – Kaffi

 

10.30 Setning. Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi

 

10.35 Cycle Tourism: Iceland's time has come

Tom Burnham, British Specialist in Rural Tourism

 

 11.15 Reiðhjólaferðir fyrir erlenda ferðamenn - Bisness eða hobbý? Stefán Helgi Valsson eigandi og leiðsögumaður hjá Reykjavik bike tours. Ágrip.

 

11.30 Erlendir hjólaferðamenn á Íslandi. Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum

 

11.45 Græni stígurinn – draumur eða veruleiki. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Ágrip.

 

12.00 Hvaða er hjólavænn (bicycle friendly) ferðaþjónustuaðili? Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum

 

12.10-12.50 Hádegishlé

 

12.50 Staða hjólreiðamála í sveitarfélögum landsins. Netkönnun Samb.ísl.sveitarf. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, verkfræðingur á Eflu

 

13.00 Opportunities for Iceland with the Eurovelo network. Jens Erik Larsen, EuroVelo consultant and Foreningen Frie Fugle, Denmark

 

13.40 Hjólastígur umhverfis Mývatn. Fríða Björg Eðvarðsdóttir, landslagsarkitekt VSÓ ráðgjöf. Ágrip.

 

13.50 Hjólabókin. Ómar Smári Kristinsson, höfundur Hjólabókarinnar. Ágrip.

 

14.05 Fram í heiðanna ró. Haukur Eggertsson, hjólaferðamaður og stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna. Ágrip.

 

14.20 Málstofa - umræður. Samantekt málstofu

 

15.15 Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir slítur málþinginu

 

15.30 Dagskrá lokið

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is