Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2012 08:01

Lyfjaverslun Apótekarans lokað vegna lélegrar afkomu

Lyfsölufyrirtækið Lyf og heilsa hefur ákveðið að loka lyfjaversluninni Apótekaranum á Akranesi þann fyrsta mars. Apótekið hefur verið opið í verslanamiðstöðinni á Dalbraut 1 frá því Lyf og heilsa lokaði lyfjaverslun við Kirkjubraut á sínum tíma. Þar með verður Apótek Vesturlands eitt á lyfjamarkaði á Akranesi en eins og kunnugt er varð mikið mál úr undirboðum Lyfja og heilsu þegar Apótek Vesturlands var opnað á sínum tíma og var Lyf og heilsa dæmt til að greiða sekt í ríkissjóð vegna brota á samkeppnislögum. Nú er í gangi skaðabótamál af hendi Apóteks Vesturlands á hendur Lyf og heilsu.

Guðmundur Örn Guðmundsson lyfjafræðingur sem veitt hefur lyfjaversluninni forstöðu segist sjá eftir þessari verslun en hann hverfur nú til annarra starfa hjá Lyfjum og heilsu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa hérna og viðskiptavinirnir góðir og skemmtilegir. Ég verð var við það hjá mörgum viðskiptavinum núna að þeir sakna þessarar lyfjaverslunar, sérstaklega eldra fólkið sem býr hér stutt frá og getur gengið hingað. Það segir nú of langt að ganga í lyfjaverslun og að strætisvagninn fari heldur ekki nálægt henni,“ sagði Guðmundur. „Það er heldur ekki gott fyrir þá sem á lyfjum þurfa að halda að hafa bara eina lyfjaverslun því samkeppni er betri á þessu sviði sem öðrum.“ Guðmundur býr í Reykjavík og segist hafa ekið á milli alla virka daga. Í tilkynningu um lokunina í glugga verslunarinnar er viðskiptavinum bent á lyfjaverslun Apótekarans í Mosfellsbæ.

 

Inga Lára Hauksdóttir sölu- og markaðsstjóri hjá Lyfjum og heilsu segir einu ástæðuna fyrir lokuninni á Akranesi þá að rekstur hafi ekki skilað því sem ætlast var til. „Ég sé eftir þessari lyfjaverslun og við hefðum gjarnan viljað vera þarna áfram en því miður var ekkert annað að gera í stöðunni en að hætta starfseminni á Akranesi,“ segir Inga Lára.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is