Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2012 01:01

Íbúðalánasjóður endurnýjar ekki átján leigusamninga í Borgarnesi

Í febrúar á síðasta ári tók Íbúðalánasjóður yfir stórhýsið Egilsgötu 11 í Borgarnesi sem áður var í einkaeigu en upphaflega var verslunar- og skrifstofuhús Kaupfélags Borgfirðinga. Í húsinu eru alls 21 íbúð og eru 18 þeirra í útleigu samkvæmt heimildum Skessuhorns. Þegar Íbúðalánasjóður eignast íbúðir eru það tilmæli yfirvalda að leigjendur fái að vera þar áfram gegn því að leigja eignina til eins árs. Nokkuð hefur borið á kvörtunum frá þeim sem búa í húsinu en töluvert vantar á að eignin sé í góðu ásigkomulagi.  Ekki stóð til af hálfu Íbúðalánasjóðs að framlengja leiguna að þessu eina ári liðnu. Leigusamningar í húsinu renna því út á tímabilinu febrúar til júlí á þessu ári. 

Svo virðist sem íbúar í húsinu hafi ekki verið meðvitaðir um þessar vinnureglur Íbúðalánasjóðs og kvörtuðu undan því við sjóðinn um síðustu mánaðamót. Við þessu brást sjóðurinn og hefur nú gert nýja leigusamninga við íbúa í húsinu sem tryggir þeim leigu fram til vors þegar frekari ákvarðanir um framtíð hússins verða teknar. Í millitíðinni munu fulltrúar sjóðsins taka ástand hússins út en það þarfnast viðhalds að halda en vitað er t.d. að þak þess lekur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is