Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. febrúar. 2012 04:01

Röð atvika bjargaði mannslífi

Miðvikudagurinn 27. júlí á síðasta ári mun seint líða úr minni fjölskyldunnar á Brekku í Norðurárdal. Mæðgurnar á öðrum bænum, Íris Inga Grönfeldt íþróttafræðingur og kennari og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir dóttir hennar, fóru í kaupstaðinn þennan dag. Unglingalandsmót stóð fyrir dyrum í Borgarnesi, fáum dögum síðar. Þær ætluðu því í klippingu og Anna Þórhildur á sundæfingu á eftir. Þegar á hárgreiðslustofuna var komið ákveður dóttirin að sleppa æfingunni og fara frekar í heimsókn til ömmu. Það skipti sköpum. Mæðgurnar voru heiðraðar af Borgarnesdeild RKÍ á 112 deginum fyrir að bjarga lífi Erlu Bjarkar Daníelsdóttur, sem lenti í blóðþrýstingsfalli og fór í hjartastopp á heimili sínu í Borgarnesi. Íris Grönfeldt, dóttir Erlu, hefur samþykkt að deila reynslu sinni með lesendum Skessuhorns í þeirri von að frásögnin geti hjálpað öðrum því allir geti lent í svipuðum aðstæðum.

 

 

  

Íris segir um upphaf þessa dags. „Ég var í sumarfríi og við höfðum ekki farið í Borgarnes í átta daga. Við áttum tíma í klippingu og Anna Þórhildur ætlaði á sundæfingu á eftir. Hún skiptir síðan um skoðun og segist frekar ætla að heimsækja ömmu, það væri svo langt síðan að hún hafi kíkt á hana. Mér fannst það bara fínt þar sem þær eru nánar og börnin mín eiga sitt annað heimili hjá ömmu sinni í Borgarnesi."

 

Lesa má áhrifaríkt viðtal við mæðgurnar Írisi Grönfeldt og Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur á Brekku í Norðurárdal í Skessuhorni sem kom út í dag.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is