Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2012 10:36

Snæfellingar töpuðu fyrir Stjörnunni

Karlalið Snæfells tapaði öðrum heimaleik sínum í Úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Hólmarar fengu lið Stjörnunnar úr Garðabæ í heimsókn og urðu lokatölur 75-80. Snæfellingar voru betri aðilinn í upphafi leiks og réðu lögum og lofum á vellinum í fyrsta leikhluta og skópu sér þægilega fimmtán stiga forystu að honum loknum, 29-14. Í stuttu máli héldu Hólmarar uppteknum hætti í öðrum leikhluta og héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð. Stjörnumenn virtust eiga fá svör við góðum leik heimamanna og þegar dómarar leiksins flautuðu til hálfleiks voru gestgjafarnir yfir 49-36. Í fyrri hálfleik var Marquis Sheldon Hall öflugastur Hólmara með 13 stig.

 

 

 

 

Eitthvað hefur þjálfari gestanna, reynsluboltinn Teitur Örlygsson, lesið fyrir hausamótunum á sínum mönnum í hálfleik. Garðbæingar mættu nefnilega dýrvitlausir til þriðja leikhluta og áður en langt um leið voru þeir búnir að minnka forskot Snæfells niður í þrjú stig, 55-52, um miðbik leikhlutans. Hólmarar tóku leikhlé og eftir reiðilestur Inga Þórs þjálfara Snæfells náðu þeir að rétta eilítið sinn hlut með því að auka forystuna í sjö stig. Liðin skiptust á stigum í lok leikhlutans og staðan að honum loknum 61-56 fyrir Snæfelli og ljóst að spennandi lokaleikhluti væri í vændum.

 

Stjörnumenn létu kné fylgja kviði í fjórða leikhluta og uppskáru fjögurra stiga forystu áður en langt var um liðið. Þrátt fyrir tvö leikhlé Inga Þórs þjálfara virtust heimamenn eiga fá svör við sóknarleik gestanna sem juku forystuna. Þegar rúmlega þrjár mínútur lifðu eftir af leikhlutanum var forskot gestanna komið í sjö stig, 70-77. Þá náðu Hólmarar að klóra í bakkann með heljarmennið Ólaf Torfason í broddi fylkingar og minnkuðu muninn í tvö stig er ein og hálf mínúta lifði leiks og eygðu von á sigri. Stjörnumenn voru þó sterkari aðilinn í lokin og sigruðu leikinn af festu á vítalínunni. Lokatölur eins og áður segir 75-80 Stjörnunni í vil.

 

Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt í liði Snæfells í leiknum. Stigahæstur var Ólafur Torfason með 15 stig en hann hrifsaði einnig 7 fráköst. Þá skoruðu Sveinn Davíðsson, Marquis Sheldon Hall og Quincy Hankins-Cole skoruðu allir 13 stig, Jón Ólafur Jónsson var með 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7 og Hafþór Ingi Gunnarsson 6. Eitthvað virtist dómgæslan fara í taugarnar á leikmönnum Snæfells í leiknum því þrír leikmenn fengu tæknivillur í leiknum og hefur sannast sagna leikið nokkra rullu í framavindu leiksins.

 

Lið Snæfells situr nú í sjötta sæti með 18 stig. Næsti leikur liðsins verður fimmtudaginn 1. mars þegar liðið heldur suður með sjó til Keflavíkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is