Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2012 11:01

Stórt hnefaleikamót á Akranesi um helgina

Hnefaleikafélag Akraness (HAK) gengst fyrir miklu móti í íþróttahúsinu við Vesturgötu á morgun, laugardag. Stefnt er að tólf viðureignum á mótinu, 24 keppendum, en þar á meðal eru sex boxarar frá Danmörku. Örnólfur Stefán Þorleifsson formaður HAK segir að búist sé við þátttöku frá öllum aðildarfélögum hnefaleikasambandsins, en þau eru auk HAK, Hnefaleikafélag Reykjavíkur og Æsir í Reykjavík, Hnefaleikafélag Reykjaness og Hnefaleikjafélag Hafnarfjarðar. Hnefaleikafélag Akraness var stofnað 28. febrúar 2008 og er því að verða fjögurra ára gamalt. Félagið hélt sitt fyrsta mót á Akranesi fyrir ári og nú er í uppsiglingu enn glæsilegra mót. Það byrjar á upphitun og íþróttahúsið við Vesturgötuna verður opnað klukkan 17, viðureignir byrja síðan klukkutíma síðar. Eins og áður segir er stefnt á tólf bardaga og gert ráð fyrir að boxarar frá Akranesi verði í sex þeirra. Það verður síðan hlutverk dómnefndar að velja besta hnefaleikamann kvöldsins. Stefnt er að því að hnefaleikamót á Akranesi verði árlega og þriðja mótið verði á næsta ári á fimm ára afmæli HAK.

 

 

 

Að sögn Örnólfs hefur öflugt starf verið í félaginu frá haustdögum og æfingar stundaðar af krafti hjá Þórði Sævarssyni nýjum þjálfara félagsins. Félagar í HAK eru um 50 og eru tíu strákar úr félaginu sem taka þátt í keppnum, hafa öðlast næga reynslu og tækni til þess. HAK á Íslandsmeistara í 69 kíló flokki, Arnór Már Grímsson, sem stóð sig mjög vel á alþjóðlegu móti í Gautaborg í október, en það mót er það stærsta fyrir utan Ólympíuleikana. Þrír boxarar úr HAK fóru á sterkt mót í Reykjavík fyrir skömmu og þar bar Guðmundur Bjarni Björnsson sigur úr bítum í sinni viðureign.

 

Æfa fimm sinnum í viku

Í tilefni af mótinu litu þrír boxarar frá HAK inn á ritstjórn Skessuhorns. Þetta eru þeir Marinó Elí Gíslason Waage, Guðmundur Bjarni Björnsson og Eyþór Helgi Pétursson. Þeir byrjuðu allir að æfa hnefaleika um það leyti sem HAK var stofnað formlega fyrir fjórum árum. Aðspurðir sögðust þeir vera fullir tilhlökkunar fyrir mótinu á laugardaginn og búast við allnokkrum fjölda áhorfenda. “Við erum mjög ánægðir með æfingarnar í vetur, þjálfarinn er mjög góður og við höfum æft allt upp í fimm sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga. Þetta er gríðarlega skemmtilegt íþrótt og krefjandi, ekki síst andlega. Það getur verið mjög erfitt að stíga upp í hringinn, sérstaklega í lokaviðureigninni,” sögðu þeir félagar, en þrjár lotur eru í ólympískum hnefaleikum, hver um sig þrjár mínútur.

Aðgöngumiðar á mótin næsta laugardag verða seldir við innganginn á 1.500 krónur og í forsölu hjá Omnis Akranesi. Kostar aðgöngumiðinn í forsölu þúsund krónur, en þar er takmarkað magn miða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is