Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2012 01:39

Atvinnusýning og málstofa í Borgarnesi á morgun

Á morgun, laugardaginn 25. febrúar, mun Rótarýklúbbur Borgarness standa fyrir atvinnusýningu í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar. Munu fyrirtæki í Borgarbyggð, stór jafnt sem smá, kynna starfsemi sína fyrir gestum. Stendur kynningin yfir frá klukkan 12:30-17:00. Í tengslum við kynninguna ætla Rótarýfélagar að standa fyrir málstofu í fyrramálið í Hjálmakletti. Þar verða flutt fjögur erindi um fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni en málstofan ber yfirskriftina Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir? Erindi flytja þau Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matorku, Brian Daníel Marshall fræðslustjóri Norðuráls, Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst og Einar Kolbeinsson framkvæmdastjóri Stíganda hf. Málstofuna setur Magnús B. Jónsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness.

Jákvæð viðhorf til fyrirtækja verði efld

Vegna atvinnusýningarinnar setti Skessuhorn sig í samband við Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóra Eðalfisks í Borgarnesi en hann er einn af skipuleggjendum sýningarinnar og gjaldkeri í stjórn Rótarýklúbbs Borgarness. Að sögn Kristjáns munu um 50 fyrirtæki og þjónustuaðilar í Borgarbyggð kynna starfsemi sína á sýningunni. „Okkar markmið er að skapa vettvang fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu með það að leiðarljósi að sýna og kynna hvers konar rekstur fer fram í Borgarfirði. Bæði viljum við stuðla að kynningu fyrir íbúa Borgarbyggðar auk kynningar milli fyrirtækjanna sjálfra. Við hjá Rótarýklúbbnum viljum með þessu efla jákvæð viðhorf gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem og sveitarfélaginu sjálfu en kynningar sem þessar hafa gefið góða raun annarsstaðar á landinu. Vonumst við til að sem flestir komi á sýninguna jafnt sem málstofuna sem fram fer um morguninn. Eru allir hjartanlega velkomnir. Á málstofunni flytur erindi fólk sem þekkir vel inn á svið fyrirtækjarekstrar. Fyrir okkur vakir með málstofunni að leita svara við þeirri spurningu hvort það sé í raun hagkvæmt að vera með fyrirtækjarekstur á landsbyggðinni, eður ei,“ sagði Kristján að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is