Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. febrúar. 2012 09:01

Stefnt að stækkun Hótels Hamars í Borgarnesi

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Borgarbyggðar í liðinni viku var tekið jákvætt í umsókn Hótel Hamars í Borgarnesi um stækkun hótelsins. Rekstraraðili og eigandi Hótel Hamars er Sigurður Ólafsson en hann keypti ráðandi hlut í hótelinu af Landseli ehf., eignarhaldsfélagi Arion banka, síðastliðið haust. Það er fyrirtækið Arkþing ehf. sem sér um hönnun stækkunarinnar.  Í samtali við Skessuhorn sagði Sigurður að í fyrirhugaðri stækkun muni herbergjum fjölga um 24. Að auki verði aðstaða til fundahalda bætt og matsalur stækkaður. Mun hótelið stækka bæði í vestur og austur en matsalur, sem er í suðurenda hússins, í suðurátt. Ekki verður bætt annarri hæð ofan á hótelið. Í fundargerð afgreiðslufundar segir einnig að leita þurfi samþykkis Golfklúbbs Borgarness (GB) fyrir framkvæmdinni.

Að sögn Sigurðar hafa tillögur að stækkun verið kynntar stjórn GB og hafa stjórnarmenn tekið afar vel í þær. Stjórn GB mun afgreiða málið fyrir sitt leyti fljótlega. Sigurður býst við því að framkvæmdir hefjist um leið og öll byggingarleyfi liggi fyrir og vonast jafnvel til að geta hafið stækkun strax í vor. „Því fyrr því betra,“ sagði Sigurður að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is